„Sögulegir skór“ Mari Järsk á uppboði Jón Þór Stefánsson skrifar 9. maí 2024 09:31 Hlaupaskórnir sem Mari Järsk klæddist í þegar hún sló Íslandsmet í bakgarðshlaupinu eru nú á uppboði. Vísir/Einar Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag. Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“ Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Góðgerðardagurinn er haldinn árlega en þar velja nemendur gott málefni til þess að styrkja. Að þessu sinni voru þau tvö: annars vegar að styrkja börn á Gaza og hins vegar fer ágóðinn í Hjálpartækjasjóð Sindra. Rafnhildur Rósa Atladóttir, kennari við Hagaskóla, útskýrir í samtali við fréttastofu að nemendur haldi ýmsa viðburði á deginum og að hver bekkur taki þátt í því. Söfnunin hafi gengið vel að þessu sinni, en henni er þó ekki lokið þrátt fyrir að góðgerðardagurinn sé búinn þar sem að uppboðið sé enn í gangi. „Þetta eru náttúrulega sögulegir skór,“ segir Rafnhildur. „Við sendum skilaboð á Mari sem var alveg strax mjög til í þetta.“ Þegar þessi frétt er skrifuð er hæsta boð í skóna 35 þúsund krónur. Rafnhildur segir að það væri gaman að ná yfir hundrað þúsund krónum. „Við sjáum til hvað gerist. En það væri rosa gaman ef þetta myndi enda í ágætri upphæð.“ Aðrir ágætir munir voru á uppboði, en þar má nefna treyju frá Hannesi Halldórssyni fyrrverandi landsliðsmarkverði, treyju frá Kristófer Acox körfuboltamanni, treyju frá Rúnari Alex Rúnarssyni, landsliðsmarkverði og fyrrverandi leikmanni Arsenal, treyju frá Fanney Birkisdóttur landsliðsmarkverði og treyju áritaða af öllum úr meistaraflokki KR í knattspyrnu. Þeir munir seldust allir á Góðgerðardeginum. Uppboð á skóm Mari stendur yfir til klukkan níu á sunnudagskvöld og er aðgengilegt hér. Vinirnir fengu skólann til styrkja stjúpbróður hans Fréttastofa náði einnig tali af Jakobi Beck, nemanda við tíunda bekk í Hagaskóla. Annað málefnið tengist honum, en Hjálpartækjasjóður Sindra styður við stjúpbróður hans. Sindri varð fyrir áfalli í september í fyrra. Hann varð fyrir mænuskaða og lamaðist. „Núna er hann kominn með smá hreyfingu og það er allt á bataleið. En þetta kostar allt saman peninga, og þess vegna er þessi hjálparsjóður,“ segir hann og bætir við að hægt sé að styrkja Hjálparsjóð Sindra með fleiri leiðum, til dæmis með kaupum á happdrættismiðum og með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu. Málefnin sem voru styrkt að þessu sinni á Góðgerðardeginum voru ákveðin af nemendum skólans á fundi. Jakob segist sjálfur ekki hafa getað mætt á fundinn, en hann hafi fengið vini sína til að tala máli Hjálparsjóðsins. „Vinir mínir voru mjög duglegir á þessum fundi. Þeir voru vissir og sannfærðu alla um að hafa þetta fyrir bróður minn líka. Mér þykir mjög vænt um það.“
Góðverk Bakgarðshlaup Hlaup Skóla- og menntamál Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira