Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:30 Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski tóku vel á því á ÍR-vellinum á Sumardeginum fyrsta. Skjámynd/The Training Plan Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira