Páfiðrildi við Krónuna í Skeifunni Lovísa Arnardóttir skrifar 10. maí 2024 10:22 Páfiðrildið er afar fallegt. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Í gær náðust myndir af fallegu rauðbrúnu fiðrildi við Krónuna í Skeifunni. Samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands er um að ræða páfriðlidi eða Aglais io. „Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar. Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira
„Berst nokkuð reglulega til landsins með innfluttum vörum,“ segir Matthías Alfreðsson skordýrafræðingur stofnunarinnar í pósti til fréttastofu. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir um páfiðrildi að þau séu útbreidd í Evrópu allt norður til miðbiks Skandinavíu og suður til Miðjarðarhafs, austur um tempruð belti Asíu til Japans; Færeyjar. Þá kemur fram að fiðrildin hafi fundist víða á höfuðborgarsvæðinu en einnig í Þorlákshöfn, á Skagaströnd og Siglufirði. Engin dæmi eru um að þau hafi borist til landsins á eigin vængjum með vindum. Fyrsti skráði fundurinn er frá árinu 1938 en flest hafa fundist síðustu fjóra áratugina. Flest fundust sjö árið 1996. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans. Mynd/Sigfús Axfjörð Sigfússon Fram kemur að flest hafi þau borist síðsumars eða á venjulegum flugtíma tegundarinnar en páfiðrildin koma úr púpum sínum eftir miðjan júlí og nær fjöldinn hámarki fyrri hluta ágúst. Í umfjöllun Náttúrufræðistofnunar segir að þegar páfiðrildin berist hingað til lands, og til nágrannalanda okkar, finnist þau ekki síst í nágrenni skipahafna eða í vöruskemmum. „Páfiðrildi eru stór og einkar falleg fiðrildi með mikið vænghaf og einkennandi litmynstur á ryðrauðum vængjum. Hringlaga blettir fanga augu áhorfandans, einn á hverjum væng, með bláum lit svo helst minnir á augu eða bletti á fögru stéli páfuglshana. Af þeirri samlíkingu er heiti fiðrildisins dregið á íslensku og fleiri tungum,“ segir að lokum. Nánar er hægt að kynna sér páfiðrildið hér á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skordýr Dýr Reykjavík Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Sjá meira