Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fram 1-1 | Aftur komu Rúnarsmenn til baka Dagur Lárusson skrifar 10. maí 2024 21:12 Guðmundur Magnússon skoraði jöfnunarmark Fram. vísir/anton Annan útileikinn í röð gerði Fram 1-1 jafntefli eftir að hafa lent undir. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar fóru með stig úr Garðabænum eftir leikinn gegn Stjörnumönnum í kvöld. Fyrir leikinn var Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með níu stig á meðan Fram var tveimur sætum ofar með tíu stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur, að minnsta kosti til að byrja með. Stjarnan náði að skapa sér tvö hálf færi en ekki mikið meira en það. Það var ekki fyrr en á 30.mínútu þar sem kom alvöru færi en þá kom einmitt fyrsta mark leiksins og að var Stjarnan sem skoraði það. Hilmar Árni fékk þá boltann fyrir utan teig og átti fasta snúnings sendingu inn á teiginn, beint á kollinn á Óla Val sem gerði virkilega vel og skallaði í fjærhornið og Ólafur kom engum vörnum við í markinu. Staðan var 1-0 í hálfleik en i seinni hálfleiknum sóttu Framarar í sig veðrið. Það var mikið meiri ákveðni í sóknarleik liðsins og var ljóst að það var stutt í jöfnunarmarkið frá fyrstu mínútu. Það kom síðan á 66.mínútu þegar það kom föst fyrirgjöf inn á teig frá hægri þar sem Haraldur Einar gaf boltinn viðstöðulaust á Guðmund Magnússon sem tók boltann einnig viðstöðulaust og skot hans endaði með marki. Staðan orðin 1-1. En þrátt fyrir mikið betri sóknarleik Fram þýddi það þó ekki að Stjarnan væri hætt að sækja. Bæði lið vildu augljóslega sigurinn og því skapaðist heldur opinn leikurinn síðasta hálftímann með nokkrum góðum færum en hvorugu liðinu tókst þó að skora og því voru lokatölur í Garðabænum 1-1. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik en eftir jöfnunarmark Guðmundur varð leikurinn virkilega opinn og spennandi og það voru fáir í stúkunni sem voru ekki standandi síðasta korterið. Við í blaðamannastúkunni þurftum öll að standa til þess að sjá leikinn. Stjörnur og skúrkar Óli Valur var virkilega öflugur í liði Stjörnunnar og hann hætti ekki að hlaupa allan leikinn. Hilmar Árni átti einnig mjög góðan leik og eins og svo oft áður skapaðist mest allt í kringum hann í sóknarleik Stjörnunnar. Haraldur Einar var mjög öflugur fyrir Fram og Guðmundur Magnússon skapaði mikinn usla í seinni hálfleiknum. Það væri full ósanngjarnt að velja einhvern einn skúrk í dag. Dómararnir Arnar Þór átti frábæran leik. Það fór lítið fyrir honum og hann leyfði leiknum að fljóta virkilega vel. Í raun fullkomin frammistaða hjá honum, meira svona. Stemningin og umgjörð Stemningin var algjörlega til fyrirmyndar í kvöld. Virkilega vel mætt hjá báðum liðum, mikið sungið og trallað og lifað sig inn í leikinn. Svona á þetta að vera. Hvað umgjörðina varðar þá var hún einnig til fyrirmyndar. Við í blaðamannastúkunni vorum öll sammála um það að hann Þorsteinn, sjálfboðaliði í gæslunni, á mikið hrós skilið fyrir sín störf fyrir blaðamennina, vel gert. Viðtöl Mér fannst þetta bara allt í lagi Jökull Elísabetarson.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst þetta bara allt í lagi,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. „Strákarnir gerðu mikið og voru sharp og agressívir en mér fannst við kannski geta fengið meira úr þessu,“ hélt Jökull áfram að segja. Stjarnan var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var Jökull spurður út í það hvort að hann sé svekktur að hafa ekki ná stærri forystu þá. „Já og nei myndi ég segja. Ég hefði líka viljað getað náð forskoti hérna í seinni hálfleiknum því við fengum góðar stöður þar en við kannski vorum ekki með sömu tök á leiknum þá. Þeir færðu sig framar á völlinn og þetta varð meira fram og til baka. Þetta varð því öðruvísi leikur í seinni.“ Jökull er mjög ánægður með gengi liðsins. „Þetta var flottur leikur og við höldum bara áfram. Það er ekkert öðruvísi með þennan leik heldur en aðra, við viljum alltaf gera betur og við vildum gera enn betur en í síðasta leik,“ endaði Jökull á að segja. Við vinnum þá bara þegar þeir koma á Fram-völlinn Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Ég veit ekki hvort þetta séu sanngjörn úrslit,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Við vorum mjög góðir í seinni hálfleiknum, miðaða við fyrri hálfleikinn. Við vorum ekki með í leiknum í fyrri hálfleik og vorum of passívir og áttum ekkert skilið úr þeim hálfleik,“ hélt Rúnar áfram að segja. „En í seinni hálfleiknum fórum við í hápressu, maður á mann og skorum, tökum fullt af áhættum og við erum með frábæra miðverði í Kyle og Þorra sem hreinsa allt upp fyrir okkur. Síðan var Óli frábær í markinu þegar á þurfti að halda.“ Rúnar var spurður enn frekar út í fyrri hálfleikinn. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í að fara í pressuna. Vissulega er Stjörnuliðið mjög gott í að spila boltanum og þeir voru mikið með hann á miðjunni sem var allt í góðu. En þegar þeir komu hærra þá vorum við ekki nægilega ákveðnir. En síðan þegar við unnum boltann þá voru við bara slakir með hann og það var kannski það sem drap okkur svolítið í fyrir hálfleik. Þegar við unnum boltann þá misstum við hann nánast strax aftur.“ Rúnar endaði á að segja að hann sé virkilega ánægður með stigið. „Já ég verð að segja það. Við vorum að spila á útivelli gegn Stjörnunni og það er alltaf erfitt. Við erum á góðum stað og þurfum ekkert að koma hingað og vinna, við vinnum þá bara þegar þeir koma á Fram-völlinn,“ endaði Rúnar á að segja. Besta deild karla Stjarnan Fram
Annan útileikinn í röð gerði Fram 1-1 jafntefli eftir að hafa lent undir. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar fóru með stig úr Garðabænum eftir leikinn gegn Stjörnumönnum í kvöld. Fyrir leikinn var Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með níu stig á meðan Fram var tveimur sætum ofar með tíu stig. Fyrri hálfleikurinn var heldur bragðdaufur, að minnsta kosti til að byrja með. Stjarnan náði að skapa sér tvö hálf færi en ekki mikið meira en það. Það var ekki fyrr en á 30.mínútu þar sem kom alvöru færi en þá kom einmitt fyrsta mark leiksins og að var Stjarnan sem skoraði það. Hilmar Árni fékk þá boltann fyrir utan teig og átti fasta snúnings sendingu inn á teiginn, beint á kollinn á Óla Val sem gerði virkilega vel og skallaði í fjærhornið og Ólafur kom engum vörnum við í markinu. Staðan var 1-0 í hálfleik en i seinni hálfleiknum sóttu Framarar í sig veðrið. Það var mikið meiri ákveðni í sóknarleik liðsins og var ljóst að það var stutt í jöfnunarmarkið frá fyrstu mínútu. Það kom síðan á 66.mínútu þegar það kom föst fyrirgjöf inn á teig frá hægri þar sem Haraldur Einar gaf boltinn viðstöðulaust á Guðmund Magnússon sem tók boltann einnig viðstöðulaust og skot hans endaði með marki. Staðan orðin 1-1. En þrátt fyrir mikið betri sóknarleik Fram þýddi það þó ekki að Stjarnan væri hætt að sækja. Bæði lið vildu augljóslega sigurinn og því skapaðist heldur opinn leikurinn síðasta hálftímann með nokkrum góðum færum en hvorugu liðinu tókst þó að skora og því voru lokatölur í Garðabænum 1-1. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik en eftir jöfnunarmark Guðmundur varð leikurinn virkilega opinn og spennandi og það voru fáir í stúkunni sem voru ekki standandi síðasta korterið. Við í blaðamannastúkunni þurftum öll að standa til þess að sjá leikinn. Stjörnur og skúrkar Óli Valur var virkilega öflugur í liði Stjörnunnar og hann hætti ekki að hlaupa allan leikinn. Hilmar Árni átti einnig mjög góðan leik og eins og svo oft áður skapaðist mest allt í kringum hann í sóknarleik Stjörnunnar. Haraldur Einar var mjög öflugur fyrir Fram og Guðmundur Magnússon skapaði mikinn usla í seinni hálfleiknum. Það væri full ósanngjarnt að velja einhvern einn skúrk í dag. Dómararnir Arnar Þór átti frábæran leik. Það fór lítið fyrir honum og hann leyfði leiknum að fljóta virkilega vel. Í raun fullkomin frammistaða hjá honum, meira svona. Stemningin og umgjörð Stemningin var algjörlega til fyrirmyndar í kvöld. Virkilega vel mætt hjá báðum liðum, mikið sungið og trallað og lifað sig inn í leikinn. Svona á þetta að vera. Hvað umgjörðina varðar þá var hún einnig til fyrirmyndar. Við í blaðamannastúkunni vorum öll sammála um það að hann Þorsteinn, sjálfboðaliði í gæslunni, á mikið hrós skilið fyrir sín störf fyrir blaðamennina, vel gert. Viðtöl Mér fannst þetta bara allt í lagi Jökull Elísabetarson.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst þetta bara allt í lagi,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. „Strákarnir gerðu mikið og voru sharp og agressívir en mér fannst við kannski geta fengið meira úr þessu,“ hélt Jökull áfram að segja. Stjarnan var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var Jökull spurður út í það hvort að hann sé svekktur að hafa ekki ná stærri forystu þá. „Já og nei myndi ég segja. Ég hefði líka viljað getað náð forskoti hérna í seinni hálfleiknum því við fengum góðar stöður þar en við kannski vorum ekki með sömu tök á leiknum þá. Þeir færðu sig framar á völlinn og þetta varð meira fram og til baka. Þetta varð því öðruvísi leikur í seinni.“ Jökull er mjög ánægður með gengi liðsins. „Þetta var flottur leikur og við höldum bara áfram. Það er ekkert öðruvísi með þennan leik heldur en aðra, við viljum alltaf gera betur og við vildum gera enn betur en í síðasta leik,“ endaði Jökull á að segja. Við vinnum þá bara þegar þeir koma á Fram-völlinn Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Ég veit ekki hvort þetta séu sanngjörn úrslit,“ byrjaði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, að segja eftir leik. „Við vorum mjög góðir í seinni hálfleiknum, miðaða við fyrri hálfleikinn. Við vorum ekki með í leiknum í fyrri hálfleik og vorum of passívir og áttum ekkert skilið úr þeim hálfleik,“ hélt Rúnar áfram að segja. „En í seinni hálfleiknum fórum við í hápressu, maður á mann og skorum, tökum fullt af áhættum og við erum með frábæra miðverði í Kyle og Þorra sem hreinsa allt upp fyrir okkur. Síðan var Óli frábær í markinu þegar á þurfti að halda.“ Rúnar var spurður enn frekar út í fyrri hálfleikinn. „Við vorum ekki nægilega ákveðnir í að fara í pressuna. Vissulega er Stjörnuliðið mjög gott í að spila boltanum og þeir voru mikið með hann á miðjunni sem var allt í góðu. En þegar þeir komu hærra þá vorum við ekki nægilega ákveðnir. En síðan þegar við unnum boltann þá voru við bara slakir með hann og það var kannski það sem drap okkur svolítið í fyrir hálfleik. Þegar við unnum boltann þá misstum við hann nánast strax aftur.“ Rúnar endaði á að segja að hann sé virkilega ánægður með stigið. „Já ég verð að segja það. Við vorum að spila á útivelli gegn Stjörnunni og það er alltaf erfitt. Við erum á góðum stað og þurfum ekkert að koma hingað og vinna, við vinnum þá bara þegar þeir koma á Fram-völlinn,“ endaði Rúnar á að segja.