Uppgjörið og viðtöl: Víkingur R. - FH 2-0 | FH fatast flugið en Víkingur aftur á beinu brautinni Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. maí 2024 21:00 Helgi Guðjónsson gulltryggði Víkingum sigur með skallamarki á 85. mínútu. Víkingur vann 2-0 gegn FH í toppslag Bestu deildar karla. Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar fyrir leik en Víkingur vermir nú toppsætið þegar sex umferðir hafa verið spilaðar. Víkingar mættu særðir til leiks eftir slæmt tap í síðustu umferð. Gestirnir úr Hafnarfirði komu hins vegar á fullu flugi inn í leikinn með fjóra sigra í röð að baki. Það kom því á óvart hversu rólega leikurinn fór af stað. Bæði lið voru í brasi með að spila sig í marktækifæri og leikurinn færðist á löngum köflum upp í háloftin. Víkingur fékk tvö fín færi þegar Ástbjörn Þórðarson missti boltann frá sér í eigin vítateig, en í bæði skiptin fór skot Ara Sigurpálssonar framhjá markinu. Eftir fremur bragðdaufar fjörtíu mínútur færðist loks fjör í leikinn. Sigurður Bjartur Hallsson slapp þá einn inn fyrir varnarlínu Víkings og reyndi að setja boltann milli fóta markmannsins en Ingvar Jónsson sá við honum og varði vel. Víkingar brunuðu í skyndisókn skömmu síðar eftir hornspyrnu FH. Böðvar Böðvarsson ákvað að stöðva það upphlaup strax, tók um háls Matthíasar Vilhjálmssonar og reif hann niður. Allir viðstaddir Víkingar vildu sjá rautt spjald en guli liturinn fór á loft. Það var svo á fyrstu mínútu uppbótartíma sem Víkingur tók forystuna. Fyrirgjöf frá Jóni Guðna Fjólusyni rataði í hlaupalínu Arons Elís Þrándarsonar sem fleytti boltanum í fjærhornið með laglegri hælspyrnu. Seinni hálfleikur bauð ekki upp á sama fjör og síðustu mínútur fyrri hálfleiksins boðuðu. Það var afar fátt um og langt á milli marktækifæra. Á 76. mínútu misstu Víkingar mann af velli þegar Nikolaj Hansen var of seinn í tæklingu og fékk sitt annað gula spjald. Það kom sóknarleiknum ekki að sök. Helgi Guðjónsson fékk frábært færi skömmu síðar en varnarmaður FH bjargaði á línu. Á 85. mínútu tvöfaldaði hann svo forystu heimamanna. Markið var mjög líkt því fyrra að mörgu leyti, fyrirgjöf frá vinstri bakverðinum á nærsvæðið og boltanum fleytt í fjærhornið. Í þetta sinn var það bara Karl Friðleifur sem gaf sendinguna og Helgi sem stýrði boltanum í netið með kollspyrnu. Þetta seinna mark dró allan vind úr seglum gestanna og Víkingar sigldu sigrinum örugglega í hús. Atvik leiksins Það stendur auðvitað upp úr að Víkingur hafi misst mann af velli. Í svo líflausum leik hefði þetta átt að blása allt upp og gefa FH góða von. Þeir brugðust hins vegar ekki vel við og voru fljótt lentir tveimur mörkum undir þrátt fyrir að vera manni fleiri. Stjörnur og skúrkar Vinstri hlið Víkings var þeirra hættulegri helmingur í kvöld. Jón Guðni / Ari Sigurpáls og síðar Karl Friðleifur / Helgi Guðjóns. Tengdu vel saman og sköpuðu mest fyrir liðið. Þá eiga miðverðirnir Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar hrós skilið fyrir afar traustvekjandi frammistöðu. Bakverðir FH áttu slæman dag. Böðvar Böðvarsson reyndist næstum því skúrkurinn þegar hann braut af sér í fyrri hálfleik, en slapp með gult. Ástbjörn Þórðarson lenti í vandræðum í fyrri hálfleik og missti boltann tvisvar frá sér á hættulegum stað. Hann virtist svo reyndar ætla að vera hetja FH þegar hann bjargaði á línu á 82. mínútu, en það skipti á endanum ekki öllu. Annars voru margir FH-ingar ekki upp á sitt besta í dag. Sköpunargleði liðsins var lítil og mjög margt sem hefði mátt fara betur. Að ógleymdum skúrki Víkings, Nikolaj Hansen, algjör óþarfi að láta reka sig útaf fyrir groddatæklingu á miðjum velli og einu marki yfir. Fékk fyrra gula spjaldið fyrir að rífa kjaft við dómara eftir hálstak Böðvars Böðvarssonar á Matthías Vilhjálmsson í fyrri hálfleik. Dómarar – 8 Lítið út á þeirra leik að setja, annað en gula spjaldið á Böðvar sem hefði mögulega átt að vera rautt. Það voru samt algjör matsatriði í bæði skipti og erfitt að mótmæla því að gefa gult. Hárrétt ákvörðun að reka Nikolaj af velli. Stemning og umgjörð Umgjörðin ávallt til fyrirmyndar og þétt setið í stúkunni á heimavelli hamingjunnar. En þar sem um toppslag var að ræða hefði maður viljað sjá meiri læti og stuðning úr stúkunni. Allir frekar rólegir svona á sunnudagskvöldi. Viðtöl Sölvi Geir Ottesen stóð á hliðarlínunni í kvöld í stað Arnars Gunnlaugssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Virkilega sáttur með þennan sigur, sterkur sigur. FH-ingar eru búnir að vera öflugir í sumar og voru erfiðir í þessum leik. Fyrri hálfleikur var rosalega lokaður, við áttum erfitt með að koma okkur í góðar stöður en svo markið sem við skorum. Það var einmitt staða sem við vildum komast í. Aftur í seinni hálfleik var þetta járn í járn, lokaður leikur, þyngdist heldur betur við rauða spjaldið en mjög sætt að sjá föstu leikatriðin redda okkur“ sagði Sölvi Geir Ottesen, aðalþjálfari Víkings í kvöld vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar. Það áttu einmitt bæði lið erfitt með að skapa sér góð marktækifæri í leiknum. Hvað olli því? „Þeir voru bara þéttir, maður á mann til að byrja með og við náðum ekki að leysa það. Þeir spiluðu góðan varnarleik og við leystum það ekki nógu vel. Svo þegar þeir fara ofar á völlinn hefðum við mátt vera þolinmóðari, láta ganga meira á milli kantana því þegar við náðum honum yfir myndaðist pláss fyrir okkur.“ Eftir slæmt tap í síðustu umferð svaraði Víkingur vel í kvöld. Sölvi kvaðst sáttur með svarið. „Algjörlega og bara yfir höfuð með allan leikinn. Góð viðbrögð frá seinasta leik, þó svo að hann hafi ekkert verið slæmur þá gerðum við mistök. Við vorum miklu einbeittari í þessum leik og gáfum þannig séð ekki nein færi á okkur. Vorum massívir og vörðum teiginn rosalega vel, það var gaman að sjá.“ Þetta var í annað sem Sölvi stígur inn fyrir Arnar Gunnlaugsson. Hann gerði það einnig í fyrra gegn Val á Hlíðarenda í leik sem Víkingur vann afar örugglega. „Á Íslandsmóti er ég búinn að vinna þá alla“ sagði Sölvi Geir léttur í brag að lokum. „Þá geta menn kannski hætt að væla yfir einhverjum dómaramálum Víkinga“ „Gríðarlega ánægður. FH er með þrusugott lið, við vorum í brasi á köflum í dag“ sagði markaskorarinn Aron Elís Þrándarson strax eftir leik. „Þeir eru á flugi og við vissum að þetta yrði erfitt en mér fannst við fá færi til þess að klára þetta frá byrjun. En geggjað að fá þetta annað mark í lokin og klára þetta almennilega.“ Aron var farinn af velli þegar Nikolaj Hansen leit rautt. Hann sá atvikið ekki sjálfur en vonar að það verði tekið til greina þegar dómaramál Víkinga verða rædd á næstunni. „Pirrandi að lenda einum manni undir en ég sá þetta ekki og erfitt fyrir mig að dæma hvort þetta var rétt eða ekki. Þá geta menn kannski hætt að væla yfir einhverjum dómaramálum Víkinga.“ Aron meiddist í leik gegn ÍA í lok febrúar og var frá fyrstu tvo leiki tímabilsins. Hann hefur síðan ekki spilað heilan leik en setti lítið mínútumet í dag, útaf á 67. mínútu. Þar áður hálfleikur gegn HK, 58 mín gegn KA og korter gegn Breiðabliki. „Er að komast í leikform, missti af þónokkrum tíma en er bara að komast í betra og betra form.“ Þrátt fyrir takmarkaður mínútur er hann kominn með 3 mörk í þessum 4 leikjum. Síðast skoraði hann gegn HK í tapi en tilfinningin er sætari þegar sigur fylgir marki. „Það er allt annað” sagði Aron léttur að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH
Víkingur vann 2-0 gegn FH í toppslag Bestu deildar karla. Liðin voru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar fyrir leik en Víkingur vermir nú toppsætið þegar sex umferðir hafa verið spilaðar. Víkingar mættu særðir til leiks eftir slæmt tap í síðustu umferð. Gestirnir úr Hafnarfirði komu hins vegar á fullu flugi inn í leikinn með fjóra sigra í röð að baki. Það kom því á óvart hversu rólega leikurinn fór af stað. Bæði lið voru í brasi með að spila sig í marktækifæri og leikurinn færðist á löngum köflum upp í háloftin. Víkingur fékk tvö fín færi þegar Ástbjörn Þórðarson missti boltann frá sér í eigin vítateig, en í bæði skiptin fór skot Ara Sigurpálssonar framhjá markinu. Eftir fremur bragðdaufar fjörtíu mínútur færðist loks fjör í leikinn. Sigurður Bjartur Hallsson slapp þá einn inn fyrir varnarlínu Víkings og reyndi að setja boltann milli fóta markmannsins en Ingvar Jónsson sá við honum og varði vel. Víkingar brunuðu í skyndisókn skömmu síðar eftir hornspyrnu FH. Böðvar Böðvarsson ákvað að stöðva það upphlaup strax, tók um háls Matthíasar Vilhjálmssonar og reif hann niður. Allir viðstaddir Víkingar vildu sjá rautt spjald en guli liturinn fór á loft. Það var svo á fyrstu mínútu uppbótartíma sem Víkingur tók forystuna. Fyrirgjöf frá Jóni Guðna Fjólusyni rataði í hlaupalínu Arons Elís Þrándarsonar sem fleytti boltanum í fjærhornið með laglegri hælspyrnu. Seinni hálfleikur bauð ekki upp á sama fjör og síðustu mínútur fyrri hálfleiksins boðuðu. Það var afar fátt um og langt á milli marktækifæra. Á 76. mínútu misstu Víkingar mann af velli þegar Nikolaj Hansen var of seinn í tæklingu og fékk sitt annað gula spjald. Það kom sóknarleiknum ekki að sök. Helgi Guðjónsson fékk frábært færi skömmu síðar en varnarmaður FH bjargaði á línu. Á 85. mínútu tvöfaldaði hann svo forystu heimamanna. Markið var mjög líkt því fyrra að mörgu leyti, fyrirgjöf frá vinstri bakverðinum á nærsvæðið og boltanum fleytt í fjærhornið. Í þetta sinn var það bara Karl Friðleifur sem gaf sendinguna og Helgi sem stýrði boltanum í netið með kollspyrnu. Þetta seinna mark dró allan vind úr seglum gestanna og Víkingar sigldu sigrinum örugglega í hús. Atvik leiksins Það stendur auðvitað upp úr að Víkingur hafi misst mann af velli. Í svo líflausum leik hefði þetta átt að blása allt upp og gefa FH góða von. Þeir brugðust hins vegar ekki vel við og voru fljótt lentir tveimur mörkum undir þrátt fyrir að vera manni fleiri. Stjörnur og skúrkar Vinstri hlið Víkings var þeirra hættulegri helmingur í kvöld. Jón Guðni / Ari Sigurpáls og síðar Karl Friðleifur / Helgi Guðjóns. Tengdu vel saman og sköpuðu mest fyrir liðið. Þá eiga miðverðirnir Oliver Ekroth og Gunnar Vatnhamar hrós skilið fyrir afar traustvekjandi frammistöðu. Bakverðir FH áttu slæman dag. Böðvar Böðvarsson reyndist næstum því skúrkurinn þegar hann braut af sér í fyrri hálfleik, en slapp með gult. Ástbjörn Þórðarson lenti í vandræðum í fyrri hálfleik og missti boltann tvisvar frá sér á hættulegum stað. Hann virtist svo reyndar ætla að vera hetja FH þegar hann bjargaði á línu á 82. mínútu, en það skipti á endanum ekki öllu. Annars voru margir FH-ingar ekki upp á sitt besta í dag. Sköpunargleði liðsins var lítil og mjög margt sem hefði mátt fara betur. Að ógleymdum skúrki Víkings, Nikolaj Hansen, algjör óþarfi að láta reka sig útaf fyrir groddatæklingu á miðjum velli og einu marki yfir. Fékk fyrra gula spjaldið fyrir að rífa kjaft við dómara eftir hálstak Böðvars Böðvarssonar á Matthías Vilhjálmsson í fyrri hálfleik. Dómarar – 8 Lítið út á þeirra leik að setja, annað en gula spjaldið á Böðvar sem hefði mögulega átt að vera rautt. Það voru samt algjör matsatriði í bæði skipti og erfitt að mótmæla því að gefa gult. Hárrétt ákvörðun að reka Nikolaj af velli. Stemning og umgjörð Umgjörðin ávallt til fyrirmyndar og þétt setið í stúkunni á heimavelli hamingjunnar. En þar sem um toppslag var að ræða hefði maður viljað sjá meiri læti og stuðning úr stúkunni. Allir frekar rólegir svona á sunnudagskvöldi. Viðtöl Sölvi Geir Ottesen stóð á hliðarlínunni í kvöld í stað Arnars Gunnlaugssonar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Virkilega sáttur með þennan sigur, sterkur sigur. FH-ingar eru búnir að vera öflugir í sumar og voru erfiðir í þessum leik. Fyrri hálfleikur var rosalega lokaður, við áttum erfitt með að koma okkur í góðar stöður en svo markið sem við skorum. Það var einmitt staða sem við vildum komast í. Aftur í seinni hálfleik var þetta járn í járn, lokaður leikur, þyngdist heldur betur við rauða spjaldið en mjög sætt að sjá föstu leikatriðin redda okkur“ sagði Sölvi Geir Ottesen, aðalþjálfari Víkings í kvöld vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar. Það áttu einmitt bæði lið erfitt með að skapa sér góð marktækifæri í leiknum. Hvað olli því? „Þeir voru bara þéttir, maður á mann til að byrja með og við náðum ekki að leysa það. Þeir spiluðu góðan varnarleik og við leystum það ekki nógu vel. Svo þegar þeir fara ofar á völlinn hefðum við mátt vera þolinmóðari, láta ganga meira á milli kantana því þegar við náðum honum yfir myndaðist pláss fyrir okkur.“ Eftir slæmt tap í síðustu umferð svaraði Víkingur vel í kvöld. Sölvi kvaðst sáttur með svarið. „Algjörlega og bara yfir höfuð með allan leikinn. Góð viðbrögð frá seinasta leik, þó svo að hann hafi ekkert verið slæmur þá gerðum við mistök. Við vorum miklu einbeittari í þessum leik og gáfum þannig séð ekki nein færi á okkur. Vorum massívir og vörðum teiginn rosalega vel, það var gaman að sjá.“ Þetta var í annað sem Sölvi stígur inn fyrir Arnar Gunnlaugsson. Hann gerði það einnig í fyrra gegn Val á Hlíðarenda í leik sem Víkingur vann afar örugglega. „Á Íslandsmóti er ég búinn að vinna þá alla“ sagði Sölvi Geir léttur í brag að lokum. „Þá geta menn kannski hætt að væla yfir einhverjum dómaramálum Víkinga“ „Gríðarlega ánægður. FH er með þrusugott lið, við vorum í brasi á köflum í dag“ sagði markaskorarinn Aron Elís Þrándarson strax eftir leik. „Þeir eru á flugi og við vissum að þetta yrði erfitt en mér fannst við fá færi til þess að klára þetta frá byrjun. En geggjað að fá þetta annað mark í lokin og klára þetta almennilega.“ Aron var farinn af velli þegar Nikolaj Hansen leit rautt. Hann sá atvikið ekki sjálfur en vonar að það verði tekið til greina þegar dómaramál Víkinga verða rædd á næstunni. „Pirrandi að lenda einum manni undir en ég sá þetta ekki og erfitt fyrir mig að dæma hvort þetta var rétt eða ekki. Þá geta menn kannski hætt að væla yfir einhverjum dómaramálum Víkinga.“ Aron meiddist í leik gegn ÍA í lok febrúar og var frá fyrstu tvo leiki tímabilsins. Hann hefur síðan ekki spilað heilan leik en setti lítið mínútumet í dag, útaf á 67. mínútu. Þar áður hálfleikur gegn HK, 58 mín gegn KA og korter gegn Breiðabliki. „Er að komast í leikform, missti af þónokkrum tíma en er bara að komast í betra og betra form.“ Þrátt fyrir takmarkaður mínútur er hann kominn með 3 mörk í þessum 4 leikjum. Síðast skoraði hann gegn HK í tapi en tilfinningin er sætari þegar sigur fylgir marki. „Það er allt annað” sagði Aron léttur að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti