93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 20:22 Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira