Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 18:44 Borgarnes fékk að vera í aðalhlutverki í stigakynningu Friðriks Ómars. skjáskot Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast. Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“ Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira
Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“
Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Fleiri fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Svona var stemningin á Nasa Sjá meira