Fjölskyldan í Múlakaffi hefur tekið við rekstri veitingastaðar og veislusalar í Sjálandi í Garðabæ sem ber sama heiti. Yfirkokkur Múlakaffis, Eyþór Rúnarsson, hefur umsjón með matseðli og áherslum Sjálands í mat og drykk.
Líkamsræktarkeðjan World Class keypti húsnæðið í Sjálandi fyrir rúmlega 700 milljónir króna í janúar. Töluverðar framkvæmdir verða á svæðinu áður en opnað verður eftir að minnsta kosti tvö ár.
Meðal gesta á viðburðinum voru athafnahjónin Magnús Scheving og Hrefna Sverrisdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Bjarni Ákason, Manuela Ósk Harðardóttir og Heiður Ósk Eggertsdóttir.