Lífið

Farnar á hest­bak eins og hálfs og fjögurra ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ungar stúlkur strax farnar á bak.
Ungar stúlkur strax farnar á bak.

Þættirnir Mig langar að vita með Magnúsi Hlyn Hreiðarssyni eru farnir af stað á nýjan leik.

Í þeim ferðast hann um landið í leit að svörum um hin ýmsu málefni og spurningum sem brenna á honum sjálfum og áhorfendur fá að fljóta með.

Í gærkvöldi var rætt við hestasystkini á Suðurnesjunum. Um er að ræða þrjú mögnuð systkini sem eru öll á kafi í hestaíþróttum og tamningum, en eitt þeirra er margfaldur heimsmeistari á hestinum Bárði. Jóhanna Margrét Snorradóttir er ein besta hestakona landsins og hefur verið það undanfarin ár. Hún var til að mynda í 12. sæti í kjöri íþróttamanns ársins í janúar.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en þar kemur fram að dætur Jóhönnu eru nú þegar farnar að stunda hestamennsku, aðeins eins og hálfs árs og fjögurra ára. En sú eldri er orðin nokkuð liðtæk á baki.

Klippa: Farnar á hestbak eins og hálfs og fjögurra ára





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.