„Eru endaþarmsmök hættuleg?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 14. maí 2024 20:00 Indíana Rós verður með vikulega pistla um Kynlíf á Vísi. Vísir „Eru endaþarmsmök hættuleg?“- 47 ára karlmaður. Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið