„Eru endaþarmsmök hættuleg?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 14. maí 2024 20:00 Indíana Rós verður með vikulega pistla um Kynlíf á Vísi. Vísir „Eru endaþarmsmök hættuleg?“- 47 ára karlmaður. Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira
Með allri kynhegðun fylgir möguleikinn á unaði, en henni fylgir líka flestri einhver áhætta. Mismikil þó, að sjálfsögðu, en endaþarmsmök í sjálfu sér eru ekkert endilega hættulegri en annað kynlíf. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Það er samt mjög gott að muna að (líkt og með alla aðra kynhegðun) að endaþarmsmök þarf ekki að vera eitthvað sem þig langar að prófa og þú mátt alveg segja það. Það á enginn að suða í þér að prófa eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á. Á sama tíma, þó það sé eitthvað sem þú hefur ekki áhuga á að stunda, þá er fullt af fólki sem er forvitið um endaþarmsmök, stundar reglulega endaþarmsmök og finnst það mjög næs og við þurfum ekki að hafa neinar skoðanir á því hvað annað fólk gerir við sinn líkama í kynlífi á milli tveggja, jú eða fleiri aðila, þar sem allir eru samþykkir og sáttir. Best er einnig að muna, eins og með alla kynhegðun,þá eykur kynfræðsla ekki líkurnar á að við förum og gerum þá hluti. En kynfræðsla, til dæmis um endaþarmsmök, eykur líkurnar á að ef þú ætlar að prófa, þá eru meiri líkur á að þú gerir það á öruggari hátt og upplifunin verði betri. En aftur yfir í endaþarmsmök. Mikilvægt er að fara hægt og rólega.Vísir/Getty Með endaþarmsmökum er átt við þegar fingur, kynlífstæki eða typpi fer inn í endaþarm eða endaþarmsopið er örvað t.d. með fingri eða munni. Það eru fullt af taugaendum í og við endaþarminn sem mörgum finnst gott að örva. Það eru þó nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga ef þú ætlar að prófa þig áfram á því svæði: Í fyrsta lagi: Farðu hægt og rólega! Í endaþarminum eru tveir hringvöðvar og er þeim stjórnað af mismunandi taugum, sá innri stjórnar sér sjálfur og við skipum honum ekki að slaka á. Þeim ytra getur þú stjórnað og getur „sagt honum” að slaka á. En í streituvaldandi aðstæðum er yfirleitt meiri vöðvaspenna í líkamanum og erfiðara að slaka á. Þess vegna er extra mikilvægt að fara rólega og gefa sér góðan tíma áður en þú ætlar að setja eitthvað inn í rassinn. Þá, ef planið er að setja typpi eða unaðstæki inn, er gott ráð að byrja á einum putta fyrst. Stoppaðu ef eitthvað er óþægilegt og ef þú ert að stunda kynlíf með öðrum, láttu alltaf vita. Ef þú ætlar að nota unaðstæki, þá er gott að fá sér unaðstæki sem sérstaklega er gert fyrir rassinn. Sleipiefni! Endaþarmurinn bleytir sig ekki sjálfur og þá er lykilatriði að nota sleipiefni. Gullna reglan er, ef þú heldur að þú sért með nóg sleipiefni, endilega bættu við! Sleipiefni eru mismunandi og oft er mælt með sleipiefni með sílikon grunni fyrir endaþarmsmök því þau endast yfirleitt lengur en þau sem hafavatnsgrunn. Mikilvægast er að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr!Vísir/Getty Smokkur! Húðin í endaþarminum er þunn og viðkvæm og eru þar af leiðandi auknar líkur á kynsjúkdómasmiti í endaþarmsmökum. Gott er að hafa í huga að olía gerir gat á smokka og því ekki gott að nota sleipiefni með olíugrunni. Farið líka reglulega í kynsjúkdómapróf! Þarf ég að þrífa inni í? Sum vilja gera það, en það þarf ekki. Að þrífa inni í endaþarminum, eða það sem á ensku er kallað douching, getur ert húðina innan í og því aukið líkur á kynsjúkdómasmitum. Einnig er ekki mælt með að þrífa endaþarminn of oft. Það er líka bara gott að hafa í huga að jú, kúkurinn á heima í rassinum,og ef þú ert að fikta í rassinum eru alveg líkur að það gæti komið kúkur á putta, tæki eða typpi. Þá er bara tilvalið að nota smokk eða latexhanska ef það veldur þér áhyggjum! Svo er mikilvægast ef þú ætlar að prófa þig áfram með öðrum aðila, að hafa virðingu að leiðarljósi og ganga hægt um gleðinnar dyr! Njótið!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fleiri fréttir Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Sjá meira