Húsið er í eigu Soffíu Theodóru Tryggvadóttur, fjárfestingastjóra hjá Brunni, og Thomasar Más Gregers sölustjóra Porsche. Þau eru bersýnilega miklir fagurkerar þar sem heimilið er innréttað á smekklegan og heillandi máta. Klassísk hönnun, listaverk og veglegar mublur prýða hvern krók og kima.
Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, stórt og bjart alrými, sem samanstendur af stofu, borðstofu og stofu.
Í eldhúsi er nýleg innrétting í tveimur mismunandi litum, annars vegar hvít og hins vegar í dökkum við, og quartzite steinn á borðum. Eldhúseyjan setur skemmtilegan svip rýmið þar sem steininn er með áberandi mynstri.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.




