„Ég táraðist smá“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2024 22:18 Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var í skýjunum eftir leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum. „Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? Sjá meira
„Við settum í fimmta gír og mér fannst við vera í fjórða gír til að byrja með. Við þurftum að sýna góða frammistöðu í verki og gerðum það,“ sagði Hafdís í samtali við Vísi og hélt áfram. „Ágúst [Jóhannsson] var rólegur inni í klefa í hálfleik og sagði að við myndum gera þetta af yfirvegun og við fengum góða vörn, markvörslu og flottan sóknarleik. Við erum með frábært lið.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust 11-14 yfir en þá svaraði Valur með 10-2 áhlaupi og kláraði leikinn. Hafdís var nánast hissa hvað þetta var góður kafli hjá liðinu. „Vó 10-2. Ég veit það ekki. Við stóðum góða vörn og ég varði eitthvað á þessum kafla. En þetta var sætur sigur og ég trúi því ekki að við höfum tekið úrslitakeppnina 6-0 sem er áhugavert.“ Hafdís var frábær allt tímabilið og var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagði það hafa mikla þýðingu fyrir sig að fá þau verðlaun. „Ég táraðist smá. Mig langaði svo ógeðslega mikið að vinna og þetta var pínu spennufall ef ég á að segja alveg eins og er.“ Tímabilið hjá Val fer í sögubækurnar þar sem liðið vann alla titla sem í boði voru á Íslandi og tapaði aðeins einum leik af þrjátíu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá hugsa ég ennþá um þetta tap þó ég eigi ekki að gera það. Ég er virkilega stolt af stelpunum og við stigum varla feilspor. Við vorum virkilega einbeittar, yfirvegaðar og gerðum þetta af fagmennsku,“ sagði Hafdís að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? Sjá meira