Um er að ræða 210 fermetra hús á einni hæð. Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni arkitekt og byggt árið 1980. Húsið var endurnýjað að miklu leiti árið 2023 í hönnun Rut Káradóttur.

Heimili hjónanna er fallega innréttað þar sem upprunaleg hönnun hússins fær að njóta sín á sjarmerandi máta. Þar má nefna hvíttmálaðan múrsteinsvegg í borðstofu og viðklæðningu í lofti.
Stofur er rúmgóðar og bjartar með útgengi á á skjólgóða verönd til suðvesturs.
Baðherbergi er smekklega hannað með sérsmíðuðum innréttingum og vaski úr náttúrustein.
Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.



