Keppendur í Ungfrú Ísland 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. maí 2024 14:21 Aldurshámark keppenda í Ungfrú Ísland hefur verið tekið úr gildi. Þá mega keppendur vera giftir og eiga börn. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. Í fyrra stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland. Lilja sagði frá því í aðdraganda keppninnar að hún væri elst sex systkina og ein systir hennar væri fjölfötluð. Hún tileinkaði systur sinni sigurinn. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um keppendur Ungfrú Íslands 2024. Alexandra Rún Landmark - 19 ára Alexandra starfar hjá kísilmálmsteypunni Elkem. Hún hefur búið víða um heiminn og var meðal annars sjálfboðaliði hjá dýrabjörgunarsamtökum í Púertó Ríkó í fjögur ár, en samtökin hafa bjargað 500.000 flækingshundum. Alexandra hefur reynslu af fyrirsætustörfum og stefnir á að verða frumkvöðull eins og móðir hennar sem hefur selt og framleitt kóralrifsörugga sólarvörn sem er laus við kemísk efni. Alexandra vill vinna með samtökum sem vekja athygli á fórnarlömbum kynferðisafbrotamanna verði hún kjörin Ungfrú Ísland. Alexandra RúnArnór Trausti Emilíana Björk Harðardóttir - 19 ára Emilíana Björk tvö systkini og er búsett í Grafarholti. Emílíana útskrifaðist með diplómu úr augnháralengingarnámi frá snyrtistofunni Nærveru og starfar við það ásamt því að vera förðunarfræðingur og sölukona í Mac Cosmetics. Hún stefnir á að klára snyrtifræðinám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og langar í framtíðinni að stofna sína eigin snyrtistofu. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist líkamsrækt og heilbrigðu líferni. EmilíanaArnór Trausti Þórdís Ásta Ingvarsdóttir - 24 ára Þórdís Ásta er fædd og uppalin í Keflavík og býr þar. Hún hefur alltaf elskað börn og í dag vinnur hún með börnum á leikskólanum Gimli, kærleiksríkum hjallastefnuleikskóla í Reykjanesbæ. Hún elskar vinnuna sína og hlakkar alltaf mikið til að mæta til vinnu. Hennar mesta ástríða í lífinu er tónlist, að syngja, búa til tónlist, semja texta og allt sem tengist tónlist. Síðastliðin tvö ár hefur Þórdís Ásta lært mikið um sjálfa sig, stækkað mikið sem persóna og nú langar hana að hvetja aðra til hið sama ÞórdísArnór Trausti Erika Líf Káradóttir - 19 ára Erika Líf hefur alla tíð búið í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Hún útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands í sumar eftir þrjú frábær ár og stefnir á að fara í tannsmíði eða viðskiptafræði í framtíðinni. Erika hefur alltaf haft gaman af íþróttum, hún var í fimleikum í ellefu ár og æfði einnig fótbolta í nokkur ár. Erika er lífsglöð og jákvæð, hefur ánægju af því að kynnast nýju fólki og að geta hjálpað þeim sem þess þurfa. ErikaArnór Trausti Sasini Inga Amarajeewa - 19 ára Sasini Inga er nýútskrifuð með stúdentspróf úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stefnir á að hefja lögfræðinám við Háskólann í Reykjavík í haust. Hún er upprunalega frá Sri Lanka, en er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur mikla árstríðu fyrir hreyfingu og líkamsrækt.Sasini sótti um í Ungfrú Ísland vegna þess að eldri systir hennar hefur alltaf hvatt hana til þess að taka þátt og hún hefur einnig gríðarlega mikinn áhuga á tísku og förðun. SasiniArnór Trausti Emilía Þóra Ólafsdóttir - 18 ára Emilía Þóra er fædd í febrúar árið 2006. Frá því hún man eftir sér hefur hún verið ákveðin, jákvæð og virk í félagslífinu. Hún er uppalin í Grindavík en býr núna á Álftarnesi. Hún er að byrja sitt þriðja og síðasta ár í Verzlunarskóla Íslands á nýsköpunar- og listabraut. Emilíu hefur alltaf dreymt um að skara fram úr sem leik- og söngkona og stefnir á að vinna við það í framtíðinni. Hún hefur mikinn áhuga á samfélaginu og elskar að læra eitthvað nýtt. Hennar helsta markmið í lífinu er að mynda heilbrigð sambönd og vera fyrirmynd. Emilía ÞóraArnór Trausti Sigrún May Sigurjónsdóttir - 20 ára Sigrún May er alltaf kölluð May. Hún er af tælenskum uppruna, fædd á Íslandi og var ættleidd sex ára gömul. May stundar nám í fatahönnun við Fjölbrautarskólann í Garðabæ og er þar á sínu lokaári. May hefur mikinn áhuga á tísku og fatahönnun. Annað áhugamál hennar er fótbolti, en hún hefur æft fótbolta í fimmtán ár og spilar með meistaraflokki ÍR. Hún er líka áhrifavaldur, starfar við að gera auglýsingar á samfélagsmiðlum, aðallega tiktok, fyrir fjölmörg ólík fyrirtæki. May segist vera mikil prinsessa í sér, og fór ekki út úr húsi þegar hún var yngri nema fá að klæðast kjól. Það er ein af ástæðunum af hverju May langar að taka þátt í Ungfrú Ísland, að geta fengið að prófa allskonar kjóla. Hún er mjög spennt fyrir ferlinu, að kynnast nýju fólki og læra meira um sjálfa sig. Sigrún MayArnór Trausti Kolfinna Kristinsdóttir - 20 ára Kolfinna er fædd og uppalin á Kársnesinu í Kópavoginum. Hún er yngst fimm systkina þar sem hún á þrjár eldri systur og einn eldri bróður. Hún er fædd 1. janúar árið 2004 en var því miður aðeins fjórða barn ársins. Alla hennar skólagöngu fylgdi hún þó ávallt árganginum fyrir ofan sig og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2022. Í dag er Kolfinna að læra næringarfræði í Háskóla Íslands og stefnir á að vinna innan heilbrigðisgeirans í framtíðinni. Hennar helstu áhugamál eru að ferðast og hreyfa sig, en hún á erfitt með að sitja kyrr og hafa ekkert fyrir stafni og því fátt annað skemmtilegra sem hún getur hugsað sér að gera. KolfinnaArnór Trausti Kolfinna Mist Austfjörð - 27 ára Kolfinna er fædd og uppalin að hluta til á Akureyri, en fjölskyldan hennar er frá Akureyri og Húsavík. Hún er mikill dýravinur og á í augnablikinu tvær kanínur, tvo hamstra, og hest. Velferð dýra er henni mikilvæg og er hún sjálfboðaliði hjá Villikanínum, en býr einnig til efni um rétta umhirðu gæludýra á samfélagsmiðla. Kolfinna á dýrunum sínum mikið að þakka því þau hjálpuðu henni að ná sér eftir andleg veikindi og þau gera það enn alla daga. Helstu áhugamál hennar fyrir utan dýrin eru að lesa, hekla, og horfa á hryllingsmyndir. MistyArnór Trausti María Lovísa Möller - 19 ára María er fædd og uppalin í Keflavík þar sem hún á stóra og ástríka fjölskyldu. Hún hefur unnið ýmis þjónustustörf gegnum árin og hefur ótrúlega gaman af því að vera í kringum fólk og líður best í skemmtilegum aðstæðum. Helstu áhugamál hennar eru að læra nýja hluti, ferðast, skoða nýja staði og kynnast nýju fólki. Í framtíðinni langar Maríu Lovísu að geta ferðast mikið og skoðað heiminn. María LovísaArnór Trausti Alsatisha Sif Amon - 25 ára Sasha, eins og hún er kölluð, hefur mikinn áhuga á tísku, söng og leiklist. Hún tók þátt í söng- og leiklist sem unglingur, og var módel í útskriftarsýningu Tækniskólans 2019 og lenti þar í 3.sæti. Hún vinnur á leikskóla sem stuðningur og svo á hún líka son sjálf. Sem móðir og starfsmaður á leikskóla finnst henni mjög mikilvægt að vera sterk og hvetjandi fyrirmynd. Henni hefur alltaf langað að koma fram og verða leikkona en hefur verið feimin og óörugg með sjálfa sig. Sasha reynir samt alltaf að vera besta útgáfan af sjálfri sér og gefa frá sér góða strauma. Með því vill hún koma fram og láta ljósið skína og vera sterk fyrirmynd fyrir þjóðina okkar. AlsatishaArnór Trausti Hera Björk Arnarsdóttir - 20 ára Hera Björk er úr Garðabænum. Hún er á félagsvísindabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og vinn sem vaktarstjóri á Joe and the Juice í Smáralind. Hún hefur ótrúlega gaman af hreyfingu og íþróttum, þá sérstaklega körfubolta þar sem hún er nýhætt að æfa en hún var í meistaraflokki Stjörnunnar. Hún elskar að vera með sínum nánustu vinkonum, gera sig til og fara eitthvað skemmtilegt. Heru finnst mjög mikilvægt að vera duglega að safna góðum minningum með sínu nánasta fólki. HeraArnór Trausti Valeríja Rjabchuk - 26 ára Valeríja er móðir, eiginkona og hársnyrtir. Hún er af Austur-Evrópskum uppruna en ólst upp á Íslandi. Hún er mikill fagurkeri á orðsins list og fagra muni. Uppáhaldsbókin hennar er Eyðimerkurblómið.Valeríja elskar að ferðast, elda góðan mat og njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Hennar ástríða liggur í starfi hennar sem hársnyrtir og hefur hún unun af að kenna og leiðbeina öðrum sem eru að læra fagið. Góðgerðarmál hafa verið Valeríju sérstaklega hjartfólgin undanfarin ár í ljósi þeirra erfiðleika og stríðsreksturs sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir. Með ævintýragjarnt, listrænt og jákvætt eðli langar hana að gera heiminn að betri stað. ValeríjaArnór Trausti Helena Guðjónsdóttir - 19 ára Helena verður tvítug í desember. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík en bjó í eitt ár í Þýskalandi. Hún er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur núna á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og það getur verið mjög krefjandi á köflum en á sama tíma lærdómsríkt og skemmtilegt. Annars hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. HelenaArnór Trausti Matthildur Emma Sigurðardóttir - 18 ára Matthildur Emma er frá Reykjanesbæ og er í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum. Hún fæddist með proximal focal defect of femur sem gerði það að verkum að lærbeinið á henni hætti að vaxa. Í gengum lífið leið Matthildi illa yfir því að vera eins og hún er, en myndi í dag aldrei vilja breyta því ef það væri hægt, því henni finnst þessi “galli” gera sig að manneskjunni sem hún er. Þrátt fyrir þetta elskar hún að dansa, syngja og hreyfa sig. Hún æfði dans í meira en tíu ár og fékk tækifæri til að keppa á heimsmeistaramóti. Hún elskar að hjálpa fólki sama hvernig það er, sérstaklega að finna sjálfstraust og sýna að maður getur gert allt sem maður ætlar sér. MatthildurArnór Trausti Guðrún Sigurbjörnsdóttir Guðrún er móðir og starfar hjá Play. Samhliða því rekur hún sitt eigið fyrirtæki. Guðrún er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og master í mannauðsstjórnun. Í frítíma finnst henni mikivægt að eyða tíma sínum með fjölskyldu og sinna áhugamálum. Guðrún er einnig einkaþjálfari og brennur fyrir því að hjálpa öðrum með andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppnum. Guðrún lítur á þær sem tækifæri til að gefa af sér og vekja athygli á mikilvægum málefnum. GuðrúnArnór Trausti Stella Karen Kristjánsdóttir - 23 ára Stella Karen er uppalin í Seljahverfi í Breiðholtinu en er nú búsett í Mosfellsbæ. Hún neytir hvorki áfengis né tóbaks, æfði fótbolta með yngri flokkum ÍR en skipti yfir í borðtennis fjórtán ára. Hún æfir og keppir með meistaraflokki Víkings og landsliðinu og hefur unnið til Íslandsmeistaratitla í einstaklings- og liðakeppnum. Árið 2021 útskrifaðist Stella sem stúdent af málabraut úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur síðan þá unnið á Joe & The Juice og sem laugarvörður á sumrin í Sundlaug Kópavogs. Hún stefnir á háskólanám í náinni framtíð. StellaArnór Trausti Dísa Dungal - 32 ára Dísa er fædd og uppalin á Íslandi en elskar að ferðast. Hennar uppáhaldsstaðir eru allir í mið-Ameríku; Miami, Turks and Caicos og Costa Rica en hana dreymir um að ferðast til Asíu. Hún er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. Hún er núna að vinna í því að styrkja sig á ný og finna sér nýjan farveg. Tónlist hefur alltaf verið áhugamál hjá Dísu, en hún er fyrst núna að hafa tíma til að sinna þeirri ástríðu. Hún er full tilhlökkunar að taka þátt í Ungfrú Ísland í ár, og segir það eitt af sínum aðaláhugamálum. DísaArnór Trausti Kristín Anna Jónasdóttir - 22 ára Kristín Anna er fædd í Hafnarfirði í september 2001. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, en áætlun hennar að færa sig yfir í Háskólann í Reykjavík. Kristín Anna hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu- og snyrtifræði, sem leiddi hana til þess að sækja námskeið hjá Reykjavík Makeup School og Magnetic Nails, ásamt því að taka LPG meðferðarnámskeið. Kristín Anna hefur einnig verið mikið í dansi. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, þar sem hún á fimm systur og er sjálf eineggja tvíburi, og hefur því alltaf verið mjög fjölskyldumiðuð. Kristín AnnaArnór Trausti Harpa Rós Jónsdóttir Harpa er uppalin í sveit í Grímsnesinu og er elst fjögurra systkina. Hún starfar á leikskóla, og er einnig sjálfboðaliði hjá bæði Rauða krossinum og Villiköttum. Harpa hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði líkamlegri og andlegri, og er að læra einkaþjálfarann. Hún stefnir svo á enn frekari menntun í haust og ætlar í blaðamennskuna með því markmiði að deila mikilvægum málefnum með heiminum. Sem keppandi í Ungfrú Ísland langar Hörpu að halda áfram að opna fyrir samtalið um geðheilsu og efla sjálfsvígsforvarnir. Auk þess vill hún sýna gott fordæmi og hvetja aðra til að fylgja því sem þessi keppni snýst um. Harpa RósArnór Trausti Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir -20 ára Kolbrún Bjarkey er fædd í Reykjavík og uppalin á Akureyri. Hún er að klára stúdent í fjarnámi og stefnir svo á læknisfræði og framhaldsnám í taugaskurðlækningum. Hún starfar á Hlíð, elliheimilinu á Akureyri og hefur brennandi áhuga á umönnun. Kolbrún segir konurnar í kringum sínu lífi hafa verið miklar fyrirmyndir gegnum ævina og hún vonast til þess að geta sjálf verið einhverskonar fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur. KolbrúnArnór Trausti Sunna Líf Guðmundsdóttir Sunna Líf býr í Borgarnesi ásamt syni sínum, sem er fjögurra ára kærleiksbolti. Hún stundar nám við Háskóla Íslands samhliða vinnu. Sunnu líður best þegar hún er með eitthvað fyrir stafni, hvort sem það er nám, vinna eða að ná settu markmiði en henni finnst einnig gott að hlusta á góða bók og slaka á heima. Hún nýtur þess að fara í fjallgöngur, ferðast og njóta þess að vera til, hitta fjölskyldu og vini og gera eitthvað nýtt.Sunna er virkilega spennt fyrir sumrinu og þakklát fyrir að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland og kynnast hinum glæsilegu keppendunum og því frábæra teymi sem leiðir þær áfram.Með þátttöku sinni í Ungfrú Ísland vill Sunna leggja áherslu á mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig, sjálfstraust og sjálfsrækt, því hún trúir því að hver og einn geti gert allt sem hann vill ef hann bara vinnur að því. SunnaArnór Trausti Sóldís Vala Ívarsdóttir - 18 ára Sóldís Vala er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir að fara í flugmannsnám að því að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni. Hún æfði fimleika í tíu ár,frá tveggja ára aldri, og færði sig svo í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun, sem hefur þróast frá æsku. Sóldís er sjálfstæð og metnaðarfull og mjög opin fyrir að auka styrkleika sína á ólíkum sviðum og er ófeimin við að fara út fyrir þægindarammann. Sóldís ValaArnór Trausti Alice Alexandra Flores - 20 ára Alice Alexandra er búsett í Bláskógabyggð og hefur gert frá fjögurra ára aldri. Pabbi hennar er frá Hondúras, móðuramma hennar er frönsk og móðurafi er íslendingur. Þrátt fyrir fjölbreyttan uppruna er hún fædd og uppalin á Íslandi. Alice talar þrjú tungumál reiprennandi (íslensku, ensku og spænsku) og getur einnig bjargað sér á frönsku. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2022. Alice vinnur sem leiðbenandi í leikskóla og elskar starfið sitt. Í framtíðinni vill hún fara í Háskóla Íslands að læra fjölmiðlafræði eða ferðamálafræði. Hún elskar íþróttir, förðun, dýr, sögu Íslands og annarra landa. Hún hefur ánægju af að ferðast og vonast til að geta gert meira af því í framtíðinni. Hún á auðvelt með að kynnast og myndast tengsl við fólk af ólíkum uppruna og óháð aldri. Hún á stóra fjölskyldu sem er einstök og mikilvægasti parturinn í hennar lífi. AlicaArnór Trausti Halldóra Þorvaldsdóttir View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) View this post on Instagram A post shared by MISSUUPDATES (@missuupdates) Breyttar áherslur í takt við tímann Stór tíðindi bárust úr heimi fegurðarsamkeppninnar Miss Universe í fyrra þegar tilkynnt var um aldurshámarki var aflétt. Sömuleiðis voru kröfur um að keppendur væru barnlausar og ógiftar konur felldar úr gildi. Auk þes geta trans konur tekið þátt. Í fyrra keppti í fyrsta sinn móðir og annar keppandi var kominn fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Þetta eru frábærar fréttir því síðastliðin sjötíu og tvö ár hafa einungis konur á aldrinum átján til tuttugu og átta ára mátt keppa,“ sagði Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstýra keppninnar í samtali við Vísi í fyrra. Ungfrú Ísland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Í fyrra stóð Lilja Sif Pétursdóttir uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland. Lilja sagði frá því í aðdraganda keppninnar að hún væri elst sex systkina og ein systir hennar væri fjölfötluð. Hún tileinkaði systur sinni sigurinn. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um keppendur Ungfrú Íslands 2024. Alexandra Rún Landmark - 19 ára Alexandra starfar hjá kísilmálmsteypunni Elkem. Hún hefur búið víða um heiminn og var meðal annars sjálfboðaliði hjá dýrabjörgunarsamtökum í Púertó Ríkó í fjögur ár, en samtökin hafa bjargað 500.000 flækingshundum. Alexandra hefur reynslu af fyrirsætustörfum og stefnir á að verða frumkvöðull eins og móðir hennar sem hefur selt og framleitt kóralrifsörugga sólarvörn sem er laus við kemísk efni. Alexandra vill vinna með samtökum sem vekja athygli á fórnarlömbum kynferðisafbrotamanna verði hún kjörin Ungfrú Ísland. Alexandra RúnArnór Trausti Emilíana Björk Harðardóttir - 19 ára Emilíana Björk tvö systkini og er búsett í Grafarholti. Emílíana útskrifaðist með diplómu úr augnháralengingarnámi frá snyrtistofunni Nærveru og starfar við það ásamt því að vera förðunarfræðingur og sölukona í Mac Cosmetics. Hún stefnir á að klára snyrtifræðinám við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og langar í framtíðinni að stofna sína eigin snyrtistofu. Hún hefur mikinn áhuga á öllu sem tengist líkamsrækt og heilbrigðu líferni. EmilíanaArnór Trausti Þórdís Ásta Ingvarsdóttir - 24 ára Þórdís Ásta er fædd og uppalin í Keflavík og býr þar. Hún hefur alltaf elskað börn og í dag vinnur hún með börnum á leikskólanum Gimli, kærleiksríkum hjallastefnuleikskóla í Reykjanesbæ. Hún elskar vinnuna sína og hlakkar alltaf mikið til að mæta til vinnu. Hennar mesta ástríða í lífinu er tónlist, að syngja, búa til tónlist, semja texta og allt sem tengist tónlist. Síðastliðin tvö ár hefur Þórdís Ásta lært mikið um sjálfa sig, stækkað mikið sem persóna og nú langar hana að hvetja aðra til hið sama ÞórdísArnór Trausti Erika Líf Káradóttir - 19 ára Erika Líf hefur alla tíð búið í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Hún útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands í sumar eftir þrjú frábær ár og stefnir á að fara í tannsmíði eða viðskiptafræði í framtíðinni. Erika hefur alltaf haft gaman af íþróttum, hún var í fimleikum í ellefu ár og æfði einnig fótbolta í nokkur ár. Erika er lífsglöð og jákvæð, hefur ánægju af því að kynnast nýju fólki og að geta hjálpað þeim sem þess þurfa. ErikaArnór Trausti Sasini Inga Amarajeewa - 19 ára Sasini Inga er nýútskrifuð með stúdentspróf úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og stefnir á að hefja lögfræðinám við Háskólann í Reykjavík í haust. Hún er upprunalega frá Sri Lanka, en er fædd og uppalin á Íslandi. Hún hefur mikla árstríðu fyrir hreyfingu og líkamsrækt.Sasini sótti um í Ungfrú Ísland vegna þess að eldri systir hennar hefur alltaf hvatt hana til þess að taka þátt og hún hefur einnig gríðarlega mikinn áhuga á tísku og förðun. SasiniArnór Trausti Emilía Þóra Ólafsdóttir - 18 ára Emilía Þóra er fædd í febrúar árið 2006. Frá því hún man eftir sér hefur hún verið ákveðin, jákvæð og virk í félagslífinu. Hún er uppalin í Grindavík en býr núna á Álftarnesi. Hún er að byrja sitt þriðja og síðasta ár í Verzlunarskóla Íslands á nýsköpunar- og listabraut. Emilíu hefur alltaf dreymt um að skara fram úr sem leik- og söngkona og stefnir á að vinna við það í framtíðinni. Hún hefur mikinn áhuga á samfélaginu og elskar að læra eitthvað nýtt. Hennar helsta markmið í lífinu er að mynda heilbrigð sambönd og vera fyrirmynd. Emilía ÞóraArnór Trausti Sigrún May Sigurjónsdóttir - 20 ára Sigrún May er alltaf kölluð May. Hún er af tælenskum uppruna, fædd á Íslandi og var ættleidd sex ára gömul. May stundar nám í fatahönnun við Fjölbrautarskólann í Garðabæ og er þar á sínu lokaári. May hefur mikinn áhuga á tísku og fatahönnun. Annað áhugamál hennar er fótbolti, en hún hefur æft fótbolta í fimmtán ár og spilar með meistaraflokki ÍR. Hún er líka áhrifavaldur, starfar við að gera auglýsingar á samfélagsmiðlum, aðallega tiktok, fyrir fjölmörg ólík fyrirtæki. May segist vera mikil prinsessa í sér, og fór ekki út úr húsi þegar hún var yngri nema fá að klæðast kjól. Það er ein af ástæðunum af hverju May langar að taka þátt í Ungfrú Ísland, að geta fengið að prófa allskonar kjóla. Hún er mjög spennt fyrir ferlinu, að kynnast nýju fólki og læra meira um sjálfa sig. Sigrún MayArnór Trausti Kolfinna Kristinsdóttir - 20 ára Kolfinna er fædd og uppalin á Kársnesinu í Kópavoginum. Hún er yngst fimm systkina þar sem hún á þrjár eldri systur og einn eldri bróður. Hún er fædd 1. janúar árið 2004 en var því miður aðeins fjórða barn ársins. Alla hennar skólagöngu fylgdi hún þó ávallt árganginum fyrir ofan sig og útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands vorið 2022. Í dag er Kolfinna að læra næringarfræði í Háskóla Íslands og stefnir á að vinna innan heilbrigðisgeirans í framtíðinni. Hennar helstu áhugamál eru að ferðast og hreyfa sig, en hún á erfitt með að sitja kyrr og hafa ekkert fyrir stafni og því fátt annað skemmtilegra sem hún getur hugsað sér að gera. KolfinnaArnór Trausti Kolfinna Mist Austfjörð - 27 ára Kolfinna er fædd og uppalin að hluta til á Akureyri, en fjölskyldan hennar er frá Akureyri og Húsavík. Hún er mikill dýravinur og á í augnablikinu tvær kanínur, tvo hamstra, og hest. Velferð dýra er henni mikilvæg og er hún sjálfboðaliði hjá Villikanínum, en býr einnig til efni um rétta umhirðu gæludýra á samfélagsmiðla. Kolfinna á dýrunum sínum mikið að þakka því þau hjálpuðu henni að ná sér eftir andleg veikindi og þau gera það enn alla daga. Helstu áhugamál hennar fyrir utan dýrin eru að lesa, hekla, og horfa á hryllingsmyndir. MistyArnór Trausti María Lovísa Möller - 19 ára María er fædd og uppalin í Keflavík þar sem hún á stóra og ástríka fjölskyldu. Hún hefur unnið ýmis þjónustustörf gegnum árin og hefur ótrúlega gaman af því að vera í kringum fólk og líður best í skemmtilegum aðstæðum. Helstu áhugamál hennar eru að læra nýja hluti, ferðast, skoða nýja staði og kynnast nýju fólki. Í framtíðinni langar Maríu Lovísu að geta ferðast mikið og skoðað heiminn. María LovísaArnór Trausti Alsatisha Sif Amon - 25 ára Sasha, eins og hún er kölluð, hefur mikinn áhuga á tísku, söng og leiklist. Hún tók þátt í söng- og leiklist sem unglingur, og var módel í útskriftarsýningu Tækniskólans 2019 og lenti þar í 3.sæti. Hún vinnur á leikskóla sem stuðningur og svo á hún líka son sjálf. Sem móðir og starfsmaður á leikskóla finnst henni mjög mikilvægt að vera sterk og hvetjandi fyrirmynd. Henni hefur alltaf langað að koma fram og verða leikkona en hefur verið feimin og óörugg með sjálfa sig. Sasha reynir samt alltaf að vera besta útgáfan af sjálfri sér og gefa frá sér góða strauma. Með því vill hún koma fram og láta ljósið skína og vera sterk fyrirmynd fyrir þjóðina okkar. AlsatishaArnór Trausti Hera Björk Arnarsdóttir - 20 ára Hera Björk er úr Garðabænum. Hún er á félagsvísindabraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og vinn sem vaktarstjóri á Joe and the Juice í Smáralind. Hún hefur ótrúlega gaman af hreyfingu og íþróttum, þá sérstaklega körfubolta þar sem hún er nýhætt að æfa en hún var í meistaraflokki Stjörnunnar. Hún elskar að vera með sínum nánustu vinkonum, gera sig til og fara eitthvað skemmtilegt. Heru finnst mjög mikilvægt að vera duglega að safna góðum minningum með sínu nánasta fólki. HeraArnór Trausti Valeríja Rjabchuk - 26 ára Valeríja er móðir, eiginkona og hársnyrtir. Hún er af Austur-Evrópskum uppruna en ólst upp á Íslandi. Hún er mikill fagurkeri á orðsins list og fagra muni. Uppáhaldsbókin hennar er Eyðimerkurblómið.Valeríja elskar að ferðast, elda góðan mat og njóta í faðmi fjölskyldu og vina. Hennar ástríða liggur í starfi hennar sem hársnyrtir og hefur hún unun af að kenna og leiðbeina öðrum sem eru að læra fagið. Góðgerðarmál hafa verið Valeríju sérstaklega hjartfólgin undanfarin ár í ljósi þeirra erfiðleika og stríðsreksturs sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir. Með ævintýragjarnt, listrænt og jákvætt eðli langar hana að gera heiminn að betri stað. ValeríjaArnór Trausti Helena Guðjónsdóttir - 19 ára Helena verður tvítug í desember. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík en bjó í eitt ár í Þýskalandi. Hún er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur núna á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og það getur verið mjög krefjandi á köflum en á sama tíma lærdómsríkt og skemmtilegt. Annars hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. HelenaArnór Trausti Matthildur Emma Sigurðardóttir - 18 ára Matthildur Emma er frá Reykjanesbæ og er í Fjölbrautaskólanum á Suðurnesjum. Hún fæddist með proximal focal defect of femur sem gerði það að verkum að lærbeinið á henni hætti að vaxa. Í gengum lífið leið Matthildi illa yfir því að vera eins og hún er, en myndi í dag aldrei vilja breyta því ef það væri hægt, því henni finnst þessi “galli” gera sig að manneskjunni sem hún er. Þrátt fyrir þetta elskar hún að dansa, syngja og hreyfa sig. Hún æfði dans í meira en tíu ár og fékk tækifæri til að keppa á heimsmeistaramóti. Hún elskar að hjálpa fólki sama hvernig það er, sérstaklega að finna sjálfstraust og sýna að maður getur gert allt sem maður ætlar sér. MatthildurArnór Trausti Guðrún Sigurbjörnsdóttir Guðrún er móðir og starfar hjá Play. Samhliða því rekur hún sitt eigið fyrirtæki. Guðrún er með BA í uppeldis- og menntunarfræði og master í mannauðsstjórnun. Í frítíma finnst henni mikivægt að eyða tíma sínum með fjölskyldu og sinna áhugamálum. Guðrún er einnig einkaþjálfari og brennur fyrir því að hjálpa öðrum með andlega og líkamlega heilsu. Hún hefur áður tekið þátt í fegurðarsamkeppnum. Guðrún lítur á þær sem tækifæri til að gefa af sér og vekja athygli á mikilvægum málefnum. GuðrúnArnór Trausti Stella Karen Kristjánsdóttir - 23 ára Stella Karen er uppalin í Seljahverfi í Breiðholtinu en er nú búsett í Mosfellsbæ. Hún neytir hvorki áfengis né tóbaks, æfði fótbolta með yngri flokkum ÍR en skipti yfir í borðtennis fjórtán ára. Hún æfir og keppir með meistaraflokki Víkings og landsliðinu og hefur unnið til Íslandsmeistaratitla í einstaklings- og liðakeppnum. Árið 2021 útskrifaðist Stella sem stúdent af málabraut úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur síðan þá unnið á Joe & The Juice og sem laugarvörður á sumrin í Sundlaug Kópavogs. Hún stefnir á háskólanám í náinni framtíð. StellaArnór Trausti Dísa Dungal - 32 ára Dísa er fædd og uppalin á Íslandi en elskar að ferðast. Hennar uppáhaldsstaðir eru allir í mið-Ameríku; Miami, Turks and Caicos og Costa Rica en hana dreymir um að ferðast til Asíu. Hún er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. Hún er núna að vinna í því að styrkja sig á ný og finna sér nýjan farveg. Tónlist hefur alltaf verið áhugamál hjá Dísu, en hún er fyrst núna að hafa tíma til að sinna þeirri ástríðu. Hún er full tilhlökkunar að taka þátt í Ungfrú Ísland í ár, og segir það eitt af sínum aðaláhugamálum. DísaArnór Trausti Kristín Anna Jónasdóttir - 22 ára Kristín Anna er fædd í Hafnarfirði í september 2001. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú fjarnám í viðskiptafræði við Háskólann á Bifröst, en áætlun hennar að færa sig yfir í Háskólann í Reykjavík. Kristín Anna hefur alltaf haft mikinn áhuga á heilsu- og snyrtifræði, sem leiddi hana til þess að sækja námskeið hjá Reykjavík Makeup School og Magnetic Nails, ásamt því að taka LPG meðferðarnámskeið. Kristín Anna hefur einnig verið mikið í dansi. Hún kemur úr stórri fjölskyldu, þar sem hún á fimm systur og er sjálf eineggja tvíburi, og hefur því alltaf verið mjög fjölskyldumiðuð. Kristín AnnaArnór Trausti Harpa Rós Jónsdóttir Harpa er uppalin í sveit í Grímsnesinu og er elst fjögurra systkina. Hún starfar á leikskóla, og er einnig sjálfboðaliði hjá bæði Rauða krossinum og Villiköttum. Harpa hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði líkamlegri og andlegri, og er að læra einkaþjálfarann. Hún stefnir svo á enn frekari menntun í haust og ætlar í blaðamennskuna með því markmiði að deila mikilvægum málefnum með heiminum. Sem keppandi í Ungfrú Ísland langar Hörpu að halda áfram að opna fyrir samtalið um geðheilsu og efla sjálfsvígsforvarnir. Auk þess vill hún sýna gott fordæmi og hvetja aðra til að fylgja því sem þessi keppni snýst um. Harpa RósArnór Trausti Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir -20 ára Kolbrún Bjarkey er fædd í Reykjavík og uppalin á Akureyri. Hún er að klára stúdent í fjarnámi og stefnir svo á læknisfræði og framhaldsnám í taugaskurðlækningum. Hún starfar á Hlíð, elliheimilinu á Akureyri og hefur brennandi áhuga á umönnun. Kolbrún segir konurnar í kringum sínu lífi hafa verið miklar fyrirmyndir gegnum ævina og hún vonast til þess að geta sjálf verið einhverskonar fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur. KolbrúnArnór Trausti Sunna Líf Guðmundsdóttir Sunna Líf býr í Borgarnesi ásamt syni sínum, sem er fjögurra ára kærleiksbolti. Hún stundar nám við Háskóla Íslands samhliða vinnu. Sunnu líður best þegar hún er með eitthvað fyrir stafni, hvort sem það er nám, vinna eða að ná settu markmiði en henni finnst einnig gott að hlusta á góða bók og slaka á heima. Hún nýtur þess að fara í fjallgöngur, ferðast og njóta þess að vera til, hitta fjölskyldu og vini og gera eitthvað nýtt.Sunna er virkilega spennt fyrir sumrinu og þakklát fyrir að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland og kynnast hinum glæsilegu keppendunum og því frábæra teymi sem leiðir þær áfram.Með þátttöku sinni í Ungfrú Ísland vill Sunna leggja áherslu á mikilvægi þess að trúa á sjálfan sig, sjálfstraust og sjálfsrækt, því hún trúir því að hver og einn geti gert allt sem hann vill ef hann bara vinnur að því. SunnaArnór Trausti Sóldís Vala Ívarsdóttir - 18 ára Sóldís Vala er á öðru ári sínu í menntaskóla og stefnir að fara í flugmannsnám að því að lokinni menntaskólagöngu. Sóldís hefur mjög fjölbreytt áhugamál en hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsutengd málefni. Hún æfði fimleika í tíu ár,frá tveggja ára aldri, og færði sig svo í fótbolta. Hún hefur einnig mikinn áhuga á tísku og förðun, sem hefur þróast frá æsku. Sóldís er sjálfstæð og metnaðarfull og mjög opin fyrir að auka styrkleika sína á ólíkum sviðum og er ófeimin við að fara út fyrir þægindarammann. Sóldís ValaArnór Trausti Alice Alexandra Flores - 20 ára Alice Alexandra er búsett í Bláskógabyggð og hefur gert frá fjögurra ára aldri. Pabbi hennar er frá Hondúras, móðuramma hennar er frönsk og móðurafi er íslendingur. Þrátt fyrir fjölbreyttan uppruna er hún fædd og uppalin á Íslandi. Alice talar þrjú tungumál reiprennandi (íslensku, ensku og spænsku) og getur einnig bjargað sér á frönsku. Hún útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2022. Alice vinnur sem leiðbenandi í leikskóla og elskar starfið sitt. Í framtíðinni vill hún fara í Háskóla Íslands að læra fjölmiðlafræði eða ferðamálafræði. Hún elskar íþróttir, förðun, dýr, sögu Íslands og annarra landa. Hún hefur ánægju af að ferðast og vonast til að geta gert meira af því í framtíðinni. Hún á auðvelt með að kynnast og myndast tengsl við fólk af ólíkum uppruna og óháð aldri. Hún á stóra fjölskyldu sem er einstök og mikilvægasti parturinn í hennar lífi. AlicaArnór Trausti Halldóra Þorvaldsdóttir View this post on Instagram A post shared by Halldóra Hlíf Þorvaldsdóttir (@halldora_thorvalds) View this post on Instagram A post shared by MISSUUPDATES (@missuupdates) Breyttar áherslur í takt við tímann Stór tíðindi bárust úr heimi fegurðarsamkeppninnar Miss Universe í fyrra þegar tilkynnt var um aldurshámarki var aflétt. Sömuleiðis voru kröfur um að keppendur væru barnlausar og ógiftar konur felldar úr gildi. Auk þes geta trans konur tekið þátt. Í fyrra keppti í fyrsta sinn móðir og annar keppandi var kominn fjóra mánuði á leið með sitt fyrsta barn. „Þetta eru frábærar fréttir því síðastliðin sjötíu og tvö ár hafa einungis konur á aldrinum átján til tuttugu og átta ára mátt keppa,“ sagði Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstýra keppninnar í samtali við Vísi í fyrra.
Ungfrú Ísland Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira