Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Þróttur R. 1-0 | Fyrsti sigur Keflvíkinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2024 17:00 Keflavík vann báða leikina gegn Þrótti á síðasta tímabili og vann svo leik liðanna á HS Orku vellinum í dag. vísir/anton Keflavík lyfti sér upp úr neðsta sæti Bestu deildar kvenna með 1-0 sigri á Þrótti suður með sjó í dag. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga á tímabilinu. Mark Melaine Claire Rendeiro eftir hornspyrnu á 70. mínútu skildi liðin að í bragðdaufum og lokuðum leik. Liðin fengu sitt hvort dauðafærið fram að marki Rendeiros. Þrátt fyrir að hafa tuttugu mínútur til að jafna metin ógnuðu Þróttarar marki Keflvíkinga nánast ekki neitt. Raunar voru heimakonur nær því að bæta við marki og fengu dauðafæri til þess þegar Saorla Miller slapp í gegn en Mollee Swift varði. Við úrslitin höfðu Keflavík og Þróttur sætaskipti. Keflvíkingar eru nú í 9. sæti deildarinnar með þrjú stig en Þróttarar á botninum með sitt eina stig. Atvik leiksins Rendeiro skoraði eina mark leiksins þegar tuttugu mínútur voru eftir. Hún tók hornspyrnu stutt, sendi á Susönnu Friedrichs sem gaf fyrir, Sæunn Björnsdóttir skallaði boltann frá en beint á Rendeiros sem skoraði með góðu vinstri fótar skoti í fyrsta. Stjörnur og skúrkar Rendeiro skoraði eina mark leiksins og Miller ógnaði oftsinnis með hraða sínum. Vörn Keflavíkur fær einnig plus í kladdann fyrir trausta frammistöðu og Varis var örugg í markinu og greip vel inn í þegar á þurfti. Caroline Murray var hættulegasti leikmaður Þróttar og Sæunn átti mjög góðan leik fyrir utan mistökin sem hún gerði í markinu. Dómarar Óli Njáll Ingólfsson dæmdi rólegan leik vel. Lyfti gula spjaldinu tvisvar sinnum; í fyrra skiptið þegar Mollee Swift kastaði boltanum í hausinn á Leöh Pais og stöðvaði þar með skyndisókn og svo þegar Varis var of lengi að taka markspyrnu í uppbótartíma. Stemmning og umgjörð Ekki var margt um manninn á HS Orku vellinum í dag. Stemmningin og andinn var þó með ágætum og Keflvíkingar fóru sáttir heim. Viðtöl Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Keflavík ÍF
Keflavík lyfti sér upp úr neðsta sæti Bestu deildar kvenna með 1-0 sigri á Þrótti suður með sjó í dag. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga á tímabilinu. Mark Melaine Claire Rendeiro eftir hornspyrnu á 70. mínútu skildi liðin að í bragðdaufum og lokuðum leik. Liðin fengu sitt hvort dauðafærið fram að marki Rendeiros. Þrátt fyrir að hafa tuttugu mínútur til að jafna metin ógnuðu Þróttarar marki Keflvíkinga nánast ekki neitt. Raunar voru heimakonur nær því að bæta við marki og fengu dauðafæri til þess þegar Saorla Miller slapp í gegn en Mollee Swift varði. Við úrslitin höfðu Keflavík og Þróttur sætaskipti. Keflvíkingar eru nú í 9. sæti deildarinnar með þrjú stig en Þróttarar á botninum með sitt eina stig. Atvik leiksins Rendeiro skoraði eina mark leiksins þegar tuttugu mínútur voru eftir. Hún tók hornspyrnu stutt, sendi á Susönnu Friedrichs sem gaf fyrir, Sæunn Björnsdóttir skallaði boltann frá en beint á Rendeiros sem skoraði með góðu vinstri fótar skoti í fyrsta. Stjörnur og skúrkar Rendeiro skoraði eina mark leiksins og Miller ógnaði oftsinnis með hraða sínum. Vörn Keflavíkur fær einnig plus í kladdann fyrir trausta frammistöðu og Varis var örugg í markinu og greip vel inn í þegar á þurfti. Caroline Murray var hættulegasti leikmaður Þróttar og Sæunn átti mjög góðan leik fyrir utan mistökin sem hún gerði í markinu. Dómarar Óli Njáll Ingólfsson dæmdi rólegan leik vel. Lyfti gula spjaldinu tvisvar sinnum; í fyrra skiptið þegar Mollee Swift kastaði boltanum í hausinn á Leöh Pais og stöðvaði þar með skyndisókn og svo þegar Varis var of lengi að taka markspyrnu í uppbótartíma. Stemmning og umgjörð Ekki var margt um manninn á HS Orku vellinum í dag. Stemmningin og andinn var þó með ágætum og Keflvíkingar fóru sáttir heim. Viðtöl
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti