Forsetaáskorunin: „Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins?“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 19:01 Håkon Broder Lund Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Arnar Þór Jónsson er í framboði til forseta Íslands. Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn. Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands 1997, LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla 2004 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Á fyrri stigum dvaldi Arnar auk þess tvisvar við skiptinám erlendis, þ.e. í Denver 1988-1989 og í Vínarborg 1996-1997. Arnar er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur (2018-2021). Hann var áður kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík (2011-2018), lögmaður 2005-2011, settur héraðsdómari (2004-2005, 2014 og 2015), aðstoðarmaður hæstaréttardómara (2000-2004), lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu (1999-2000) og dómarafulltrúi (1997-1999). Håkon Broder Lund Arnar ólst upp í Garðabæ og býr þar enn. Hann hefur gefið út tvær bækur og ritað tugi greina í blöð og tímarit um lög og lögfræði. Arnar var metinn hæfur sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2018. Hann varð hæstaréttarlögmaður 2011. Hann hefur átt sæti í fjölda úrskurðar- og stjórnsýslunefnda. Arnar var formaður starfsmenntunarsjóðs dómara (2016-2018), formaður siðanefndar Læknafélags Íslands frá 2018-2021, ritstjóri Tímarits Lögréttu (2014-2018) og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi. Hann hefur flutt fjölda erinda og fræðilegra fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Á ferð um landið nú í vor hef ég komið á marga yndislega staði. Sérstaklega leið mér vel í Önundarfirðinum. Mér leið sérstaklega vel í Önundarfirðinum, þar sem fjallasýnin er svo fögur, strandlengjan svo hrein og umhverfið sérlega friðsælt. Einnig vil ég nefna hér Hrafnseyri við Arnarfjörð. Á Hrafnseyri eru fæddir tveir af merkustu Íslendingum sem uppi hafa verið, Jón Sigurðsson (1811-1879) og Hrafn Sveinbjarnarson læknir (1166-1213), en ég hef lengi haft áhuga á sögu Hrafns. Staðurinn er líka sérlega fagur. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Embættið sem slíkt er ágætlega rammað inn í stjórnarskrá lýðveldisins og ég tel ekki þörf á neinni aðkallandi breytingu. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? The Future (Max Brhon) Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins? Sú spurning verður áleitnari eftir því sem lengra líður. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Grilluð nautasteik og ískaldur bjór. Uppáhalds bíómynd? High noon. Håkon Broder Lund Hefur þú komist í kast við lögin? Ég hef verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég safna gömlum bókum um mannkynssögu og heimspeki. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Solsidan. Þessir þættir eru sprenghlægileg háðsádeila á smáborgarahátt úthverfafólks í Svíþjóð, sem auðvelt er að tengja við íslenskan veruleika. Við getum flest speglað okkur í aðstæðum sögupersónanna, sem margar eru kunnuglegar. Þegar við hlæjum að þeim erum við um leið að hlæja að okkur sjálfum, sem er hollt. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Að róa bát á spegilsléttum vatnsfleti. Håkon Broder Lund Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég var kominn upp á svið í lagadeild Háskólans í Köln til að flytja erindi á þýsku um sértækt lagalegt álitaefni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla). If I had you (Dire Straits) Áttu þér draumabíl? Aston Martin One-77 Hvernig slappar þú af? Fer í göngu og svo í heitan pott. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Mynd sem kær vinur minn hefur ánafnað mér, vinni ég kosningarnar. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi helst vilja hitta leiðtoga Ísraelsmanna og Palestínumanna í þeirri von að leiða þá til sátta. Þeir skilja báðir fyrsta orðið sem ég myndi nota: Shalom / Salaam sem merkir friður, góðar óskir. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði á píanó í nokkur ár. Håkon Broder Lund Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef ekki spilað tölvuleiki síðan ég var unglingur, en þá var það Football manager. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Daniel Craig. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu. Hún er óhrædd við að fylgja eigin sannfæringu og ég kann að meta það í hennar fari. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Að mannkynið eigi að velja frið fremur en stríð. Það virðist vera orðin umdeild skoðun nú á tímum vaxandi stríðsæsingar. Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Hefur aldrei lent í slagsmálum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. maí 2024 19:00 Forsetaáskorunin: Lærbraut sig út í móa og beið lengi eftir aðstoð Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. maí 2024 19:01 Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Arnar Þór Jónsson er í framboði til forseta Íslands. Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn. Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands 1997, LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla 2004 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Á fyrri stigum dvaldi Arnar auk þess tvisvar við skiptinám erlendis, þ.e. í Denver 1988-1989 og í Vínarborg 1996-1997. Arnar er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur (2018-2021). Hann var áður kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík (2011-2018), lögmaður 2005-2011, settur héraðsdómari (2004-2005, 2014 og 2015), aðstoðarmaður hæstaréttardómara (2000-2004), lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu (1999-2000) og dómarafulltrúi (1997-1999). Håkon Broder Lund Arnar ólst upp í Garðabæ og býr þar enn. Hann hefur gefið út tvær bækur og ritað tugi greina í blöð og tímarit um lög og lögfræði. Arnar var metinn hæfur sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2018. Hann varð hæstaréttarlögmaður 2011. Hann hefur átt sæti í fjölda úrskurðar- og stjórnsýslunefnda. Arnar var formaður starfsmenntunarsjóðs dómara (2016-2018), formaður siðanefndar Læknafélags Íslands frá 2018-2021, ritstjóri Tímarits Lögréttu (2014-2018) og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi. Hann hefur flutt fjölda erinda og fræðilegra fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi? Á ferð um landið nú í vor hef ég komið á marga yndislega staði. Sérstaklega leið mér vel í Önundarfirðinum. Mér leið sérstaklega vel í Önundarfirðinum, þar sem fjallasýnin er svo fögur, strandlengjan svo hrein og umhverfið sérlega friðsælt. Einnig vil ég nefna hér Hrafnseyri við Arnarfjörð. Á Hrafnseyri eru fæddir tveir af merkustu Íslendingum sem uppi hafa verið, Jón Sigurðsson (1811-1879) og Hrafn Sveinbjarnarson læknir (1166-1213), en ég hef lengi haft áhuga á sögu Hrafns. Staðurinn er líka sérlega fagur. Ef þú fengir að ráða, hvaða einu breytingu myndir þú helst vilja gera á forsetaembættinu? Embættið sem slíkt er ágætlega rammað inn í stjórnarskrá lýðveldisins og ég tel ekki þörf á neinni aðkallandi breytingu. Segjum sem svo að þú tapir kosningunum og ákveðir í kjölfarið að snúa þér að blönduðum bardagalistum, hvaða lag myndir þú spila áður en þú færir inn í átthyrninginn? The Future (Max Brhon) Er einhver „samsæriskenning“ sem þú telur vera sanna eða mikið til í? Fóru Bandaríkjamenn í raun til tunglsins? Sú spurning verður áleitnari eftir því sem lengra líður. Ef þú ætlar að gera vel við þig, hvað fer á diskinn og í glasið? Grilluð nautasteik og ískaldur bjór. Uppáhalds bíómynd? High noon. Håkon Broder Lund Hefur þú komist í kast við lögin? Ég hef verið sektaður fyrir of hraðan akstur. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Ég safna gömlum bókum um mannkynssögu og heimspeki. Uppáhalds sjónvarpsþættir? Solsidan. Þessir þættir eru sprenghlægileg háðsádeila á smáborgarahátt úthverfafólks í Svíþjóð, sem auðvelt er að tengja við íslenskan veruleika. Við getum flest speglað okkur í aðstæðum sögupersónanna, sem margar eru kunnuglegar. Þegar við hlæjum að þeim erum við um leið að hlæja að okkur sjálfum, sem er hollt. Hver er þín uppáhalds líkamsrækt? Að róa bát á spegilsléttum vatnsfleti. Håkon Broder Lund Saknar þú einhvers frá Covid-árunum? Nei. Hver er eftirminnilegasta stundin þegar þú þurftir að stíga út fyrir þægindarammann? Þegar ég var kominn upp á svið í lagadeild Háskólans í Köln til að flytja erindi á þýsku um sértækt lagalegt álitaefni. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla). If I had you (Dire Straits) Áttu þér draumabíl? Aston Martin One-77 Hvernig slappar þú af? Fer í göngu og svo í heitan pott. Ertu með húðflúr? Nei. Hvað verður fyrst upp á vegg þegar þú sest að á Bessastöðum? Mynd sem kær vinur minn hefur ánafnað mér, vinni ég kosningarnar. Hvaða þjóðarleiðtoga myndir þú helst vilja hitta og hvað yrði það fyrsta sem þú myndir segja? Ég myndi helst vilja hitta leiðtoga Ísraelsmanna og Palestínumanna í þeirri von að leiða þá til sátta. Þeir skilja báðir fyrsta orðið sem ég myndi nota: Shalom / Salaam sem merkir friður, góðar óskir. Kanntu á eitthvað hljóðfæri? Ég lærði á píanó í nokkur ár. Håkon Broder Lund Hver er uppáhalds tölvuleikurinn þinn? Ég hef ekki spilað tölvuleiki síðan ég var unglingur, en þá var það Football manager. Ef gerð yrði kvikmynd um þig, hver ætti að leika þig? Daniel Craig. Ef þú yrðir skipreka á eyðieyju, hvaða einn mótframbjóðanda tækir þú með þér? Steinunni Ólínu. Hún er óhrædd við að fylgja eigin sannfæringu og ég kann að meta það í hennar fari. Hefur þú einhverja umdeilda skoðun, sem gæti orðið fréttamál á heimsvísu? Samanber skoðun Guðna Th á pítsuáleggjum. Að mannkynið eigi að velja frið fremur en stríð. Það virðist vera orðin umdeild skoðun nú á tímum vaxandi stríðsæsingar.
Forsetakosningar 2024 Forsetaáskorun Vísis Tengdar fréttir Forsetaáskorunin: Hefur aldrei lent í slagsmálum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. maí 2024 19:00 Forsetaáskorunin: Lærbraut sig út í móa og beið lengi eftir aðstoð Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. maí 2024 19:01 Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Forsetaáskorunin: Hefur aldrei lent í slagsmálum Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 26. maí 2024 19:00
Forsetaáskorunin: Lærbraut sig út í móa og beið lengi eftir aðstoð Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 25. maí 2024 19:01
Forsetaáskorunin: Innbrotsþjófurinn reyndist vera mamman Vísir stendur fyrir Forsetaáskoruninni 2024, þar sem skorað er á forsetaframbjóðendur að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 24. maí 2024 19:01