Að gera ekki algeng mistök sem stjórnandi í fyrsta sinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 31. maí 2024 07:00 Til hamingju með nýju stjórnendastöðuna þína! Það er frábært að ætla sér að gera góða hluti í starfi sem stjórnandi í fyrsta sinn. En þá er líka gott að kynna sér, hvaða góðu ráð eru gefin til að falla ekki í algengustu gryfjur þeirra sem eru stjórnendur með mannaforráð í fyrsta sinn. Vísir/Getty Ertu stjórnandi í fyrsta sinn? Að fá stóra tækifærið, að springa úr stolti og áhugasemi og ætlar þér að gera frábæra hluti? Til hamingju með að vera kominn á þennan stað! Að verða stjórnandi með mannaforráð í fyrsta sinn er stórt skref fyrir alla. Og lærdómsríkt. Því rétt eins og á við um fyrstu kaupendur, fyrstu vinnuna okkar, fyrstu ástina okkar, fyrstu þetta og hitt….. fylgir því alltaf eitthvað sérstakt þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Það sem kennir okkur síðan á endanum oftast mest, eru erfiðustu áskoranirnar. Jafnvel mistökin sem við gerum. Og eðlilegt að eitthvað komi upp hjá öllum. Í Harvard Business Review, eru hins vegar gefin fimm góð ráð til fólks, sem er að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur með mannaforráð. Ráðin góðu eru sögð líkleg til að sporna við algengustu mistökum stjórnenda í fyrstu stjórnendastörfunum sínum, en þessi ráð eru: 1. Vertu alltaf opin/ fyrir endurgjöf Frá fyrsta degi er gott að setja sér markmið um að kalla alltaf eftir endurgjöf frá teyminu þínu og vera alltaf opin fyrir því að fá endurgjöf. Að kalla eftir endurgjöf frá teyminu þínu er lykilatriði í því að byggja upp opin, traust, heiðarleg og hreinskiptin samskipti á vinnustað. 2. Traustið þarf að vera gagnkvæmt Traust er hvorki sjálfgefið né áunnið og á vinnustöðum er einfaldlega ekki hægt að tala um traust, nema það sé þá gagnkvæmt og gildi í báðar áttir. Þetta þýðir að ef þú ætlast til þess að starfsfólkið treysti þér, þarf það að vera jafn öruggt og einlægt af þinni hálfu að treysta fólkinu þínu. 3. Allir þurfa að vera í liðinu, ekki bara flestir Að byggja upp sterka liðsheild er í flestum tilfellum eitt af markmiðunum sem hver stjórnandi ætlar sér. Hins vegar er á það bent að stjórnendur þurfi frá fyrsta degi að leggja mikla áherslu á að allir upplifi sig í liðinu. Í kjölfar Covid eru fjölmargir vinnustaðir með starfsfólk í fjarvinnu innanborðs og er sérstaklega á það bent að fyrir nýja stjórnendur, getur verið áskorun að nálgast og kynnast starfsfólki með aðstoð tækninnar en aldrei í návist og þá sérstaklega með það í huga að allir sem einn tilheyri þeim hópi sem byggja þarf upp sem eitt sterkt lið. 4. Brotalamir en enginn er skammaður Nýr stjórnandi þarf líka að undirbúa sig undir það strax, að stundum munu koma upp mál þar sem mistök eru gerð eða illa fer í einhverju. Þar skiptir máli að stjórnandinn venji sig á að skamma aldrei. Í stað spurningarinnar „Hver bar ábyrgð á þessu?“ ætti að spyrja „Hvar í ferlinu eru brotalamir fyrir okkur að endurskoða, hvernig getum við bætt okkur svo svona komi ekki fyrir aftur? 5. Ekki hætta að biðja um hjálp Loks er að muna að það er alltaf í góðu lagi fyrir alla að biðja um aðstoð eða hjálp þegar þarf. Það á ekkert síður við um stjórnendur en starfsfólk. Það er því alltaf af hinu góða að óska eftir aðstoð og muna að flestir stjórnendur hafa upplifað áhyggjur og kvíða eins og þú. Þá má nefna að auðvitað er eðlilegt að vera ekki með allt á hreinu strax í byrjun fyrir nýtt og stórt hlutverk. Í fyrrnefndri grein er meira að segja vitnað í niðurstöður rannsóknar þar sem 65% fólks sem var í fyrsta sinn í stjórnendastarfi, sagðist ekki vera fyllilega með það á hreinu, til hvers væri ætlast til af þeim. Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Til hamingju með að vera kominn á þennan stað! Að verða stjórnandi með mannaforráð í fyrsta sinn er stórt skref fyrir alla. Og lærdómsríkt. Því rétt eins og á við um fyrstu kaupendur, fyrstu vinnuna okkar, fyrstu ástina okkar, fyrstu þetta og hitt….. fylgir því alltaf eitthvað sérstakt þegar við erum að gera eitthvað í fyrsta sinn. Það sem kennir okkur síðan á endanum oftast mest, eru erfiðustu áskoranirnar. Jafnvel mistökin sem við gerum. Og eðlilegt að eitthvað komi upp hjá öllum. Í Harvard Business Review, eru hins vegar gefin fimm góð ráð til fólks, sem er að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur með mannaforráð. Ráðin góðu eru sögð líkleg til að sporna við algengustu mistökum stjórnenda í fyrstu stjórnendastörfunum sínum, en þessi ráð eru: 1. Vertu alltaf opin/ fyrir endurgjöf Frá fyrsta degi er gott að setja sér markmið um að kalla alltaf eftir endurgjöf frá teyminu þínu og vera alltaf opin fyrir því að fá endurgjöf. Að kalla eftir endurgjöf frá teyminu þínu er lykilatriði í því að byggja upp opin, traust, heiðarleg og hreinskiptin samskipti á vinnustað. 2. Traustið þarf að vera gagnkvæmt Traust er hvorki sjálfgefið né áunnið og á vinnustöðum er einfaldlega ekki hægt að tala um traust, nema það sé þá gagnkvæmt og gildi í báðar áttir. Þetta þýðir að ef þú ætlast til þess að starfsfólkið treysti þér, þarf það að vera jafn öruggt og einlægt af þinni hálfu að treysta fólkinu þínu. 3. Allir þurfa að vera í liðinu, ekki bara flestir Að byggja upp sterka liðsheild er í flestum tilfellum eitt af markmiðunum sem hver stjórnandi ætlar sér. Hins vegar er á það bent að stjórnendur þurfi frá fyrsta degi að leggja mikla áherslu á að allir upplifi sig í liðinu. Í kjölfar Covid eru fjölmargir vinnustaðir með starfsfólk í fjarvinnu innanborðs og er sérstaklega á það bent að fyrir nýja stjórnendur, getur verið áskorun að nálgast og kynnast starfsfólki með aðstoð tækninnar en aldrei í návist og þá sérstaklega með það í huga að allir sem einn tilheyri þeim hópi sem byggja þarf upp sem eitt sterkt lið. 4. Brotalamir en enginn er skammaður Nýr stjórnandi þarf líka að undirbúa sig undir það strax, að stundum munu koma upp mál þar sem mistök eru gerð eða illa fer í einhverju. Þar skiptir máli að stjórnandinn venji sig á að skamma aldrei. Í stað spurningarinnar „Hver bar ábyrgð á þessu?“ ætti að spyrja „Hvar í ferlinu eru brotalamir fyrir okkur að endurskoða, hvernig getum við bætt okkur svo svona komi ekki fyrir aftur? 5. Ekki hætta að biðja um hjálp Loks er að muna að það er alltaf í góðu lagi fyrir alla að biðja um aðstoð eða hjálp þegar þarf. Það á ekkert síður við um stjórnendur en starfsfólk. Það er því alltaf af hinu góða að óska eftir aðstoð og muna að flestir stjórnendur hafa upplifað áhyggjur og kvíða eins og þú. Þá má nefna að auðvitað er eðlilegt að vera ekki með allt á hreinu strax í byrjun fyrir nýtt og stórt hlutverk. Í fyrrnefndri grein er meira að segja vitnað í niðurstöður rannsóknar þar sem 65% fólks sem var í fyrsta sinn í stjórnendastarfi, sagðist ekki vera fyllilega með það á hreinu, til hvers væri ætlast til af þeim.
Starfsframi Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Tengdar fréttir „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01 „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00 Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Þann 11.maí síðastliðinn, hélt París Anna Bergmann, sextán ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri erindi á ráðstefnu félagi Ungra athafnakvenna, UAK. 27. maí 2024 07:01
„Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00
Svona getur þú sagt Nei í vinnunni án þess að fá samviskubit Úff. Það getur verið svo erfitt að segja Nei! Á sama tíma komum við okkur oft í hálfgerð vandræði vegna þess að við segjum ekki Nei nógu oft. 10. maí 2024 07:00