Heimili Maríu og Ragnars er afar glæsilegt þar sem ljósir litatónar í húsgögnum og innastokkmunum umvefja rýmin á mínímalískan máta.
Undanfarið ár bjó María á Spáni þar sem hún fór í heljarinnar framkvæmdir á húsi sem áður var í eigu frænku hennar heitinnar. María hefur minnkað veru sína á samfélagsmiðlum upp á síðkastið og ekki liggur fyrir hvert fjölskyldan er að flytja, eða hvort þau stefni á að setjast að á Spáni.
María hefur lengi haldið úti lífstílsbloggi og Instagram reikningi undir vinnuheitinu paz.is. Þar deilir hún girnilegum uppskriftum og hagnýtum ráðum þegar kemur að innanhúshönnun.
Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
Umrætt hús er 245 fermetra að stærð á tveimur hæðum. Samtals eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi. Á gólfum er harðparket í fiskibeinamynstri.
Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og samliggjandi rými með útgengi á svalir sem snúa í norður. Í eldhúsi er hvít innrétting sem næri upp í loft og stærðarinnar eyja með viðar borðplötu. Í stofunni er stór og stæðilegur arinn sem setur sjarmerandi svip á stofurýmið.