Hvaða frambjóðandi er bestur í að flaka fisk? Bjarki Sigurðsson skrifar 28. maí 2024 22:51 Flökunarmeistarinn kenndi frambjóðendum hvernig á að flaka fisk. Vísir/Einar Forsetaframbjóðendur kepptu í dag í greinum tengdum sjómennsku. Þar flökuðu þeir fisk, svöruðu spurningum og fleira og stóðu sig með einstaka prýði að sögn forstjóra Brim. Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel. Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Keppnin var haldin við höfuðstöðvar Brims á Granda í tilefni af því að Sjómannadagurinn er um helgina. Frambjóðendurnir voru misundirbúnir fyrir leika, flestir höfðu aldrei flakað fisk á ævinni líkt og var eitt af verkefnunum. „Ég ætla bara að gera mitt besta í þessu eins og öllu öðru. Ég hef unnið í fiski en flökunarvélin sá um fyrsta hlutann af verkinu,“ sagði Halla Tómasdóttir áður en keppnin hófst. Frambjóðendurnir ásamt stjórnendum keppninnar.Vísir/Einar „Ég vildi helst óska þess að ég væri frekar með lambalæri fyrir framan mig og ég fengi það verkefni að úrbeina lærið,“ sagði sveitastrákurinn Baldur Þórhallsson. „Ég vona að það verði hægt að borða hann á eftir, eftir aðfarirnar,“ sagði Steinunn Ólína. Klippa: Forsetaefni flökuðu fisk Sigurvegarinn úr Eyjum Flökunin gekk vel og skiluðu allir keppendur frá sér flaki sem flökunarmeistarinn gaf einkunn. Og þegar frambjóðendurnir voru búnir að flaka fiskinn var kominn að því að hnýta pelastikk. Eftir að hafa svarað nokkrum spurningum og hnýtt einn hnút var komið að því að krýna sigurvegara, sem í þetta sinn var Arnar Þór Jónsson. „Mig dreymir um það að komast í einhverja verklega vinnu núna, eftir þessa þeytivindu kosningabaráttunnar. Fá að vinna með höndunum í nokkra mánuði. Það væri draumur,“ sagði Arnar Þór eftir sigurinn. Arnar Þór Jónsson með verðlaunin, bók um siglingasögu Sjómannadagsráðs eftir Ásgeir Jakobsson.Vísir/Einar Guðmundur í Brim var ánægður með frammistöðu keppenda. „Mér fannst þau öll standa sig vel og maður þorir ekki að gera upp á milli þeirra. Maður sá að það voru efnilegir handflakarar þarna,“ sagði Guðmundur. Gætu fengið vinnu hjá Brim Þú myndir kannski ráða einhverja þeirra í vinnu ef þeir komast ekki inn á Bessastaði? „Já, ég hugsa að þeir myndu sóma sig vel hérna. Það væri gott fyrir okkur.“ Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims.Vísir/Einar Aríel Pétursson, formaður Sjómannadagsráðs Reykjavíkur, tók í sama streng. „Handflökun er frekar snúin list að tileinka sér. Ég er afleitur handflakari til að mynda en það kom mér á óvart að þetta vafðist ekki fyrir einum einasta frambjóðanda og þeir voru mjög sterkir í þessum þrautum,“ sagði Aríel.
Forsetakosningar 2024 Sjómannadagurinn Hafið Brim Reykjavík Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira