Sport

Dag­skráin í dag: Ræðst hver verður Ís­lands­meistari karla í körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Annað hvort Valur eða Grindavík verður Íslandsmeistari.
Annað hvort Valur eða Grindavík verður Íslandsmeistari. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Á Hlíðarenda ræðst hvort Valur eða Grindavík verði Íslandsmeistari karla í körfubolta. Þá er úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu á dagskrá.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.15 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarabikarinn mun fara á loft síðar um kvöldið. Að leik loknum mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.50 hefst útsending frá úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu. Þar mætast Olympiacos frá Grikklandi og Fiorentina frá Ítalíu.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18.20 er stórleikur Real Madríd og Barça í ACB-deildinni í körfubolta á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 16.55 er leikur Kiel og Leipzig í þýska handboltanum á dagskrá. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig, sonur hans Andri Már leikur með liðinu líkt og Viggó Kristjánsson.

Klukkan 22.30 er leikur Boston Red Sox og Baltimore Orioles í MLB-deildinni í hafnabolta á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×