Þetta er í fyrsta sinn sem söngvarinn hefur tjáð sig um keppnina eftir atburðina í byrjun maí. Klein var rekinn úr keppni eftir meintar hótanir gegn ljósmyndara baksviðs. Sænska lögreglan tjáði sig um málið og sagði ákæru handan við hornið og greindu sænskir miðlar frá því að hann yrði líklega sektaður vegna málsins.
Klein hefur sjálfur þvertekið fyrir því að hafa hótað ljósmyndaranum. Þá hefur hann verið með stæla við sænsku lögregluna, að því er sænski miðillinn Aftonbladet fullyrðir og hefur neitað að mæta til Svíþjóðar til frekari yfirheyrslna. Þess í stað vill hann að þær fari fram í Hollandi.