Lífið

Vandaði Euro­vision ekki kveðjurnar á tón­leikum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Joost Klein lét Eurovision heyra það.
Joost Klein lét Eurovision heyra það. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN

Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem söngvarinn hefur tjáð sig um keppnina eftir atburðina í byrjun maí. Klein var rekinn úr keppni eftir meintar hótanir gegn ljósmyndara baksviðs. Sænska lögreglan tjáði sig um málið og sagði ákæru handan við hornið og greindu sænskir miðlar frá því að hann yrði líklega sektaður vegna málsins.

Klein hefur sjálfur þvertekið fyrir því að hafa hótað ljósmyndaranum. Þá hefur hann verið með stæla við sænsku lögregluna, að því er sænski miðillinn Aftonbladet fullyrðir og hefur neitað að mæta til Svíþjóðar til frekari yfirheyrslna. Þess í stað vill hann að þær fari fram í Hollandi.


Tengdar fréttir

Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn

Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann.

Von á ákæru eftir spennuþrungna daga í Malmö

Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×