„Það eina sem ég vildi var bara að lifa“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. júní 2024 07:02 Ísak Morris ræddi við blaðamann um tónlistina, fortíðina og framtíðina. Vísir/Vilhelm „Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa,“ segir tónlistarmaðurinn Ísak Morris sem hefur átt viðburðaríka ævi en segist nú loksins hafa fundið sig. Ísak hefur verið viðloðinn tónlist frá unglingsaldri og vinnur nú að plötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina, æskuna, fíknina, edrúmennskuna, ástina og margt fleira. Hefur fundið sig í dag Samhliða tónlistinni stundar Ísak Morris nám við þroskaþjálfun. Hann er uppalinn á Egilsstöðum en flytur í bæinn tólf ára gamall og fljótlega eftir það fer hann að prófa sig áfram í tónlistinni. „Ég byrja að syngja í rokkhljómsveitum og stofna síðan mína fyrstu hljómsveit þegar að ég var nítján ára. Það var svona grunge rokktónlist og einhver eymd,“ segir Ísak kíminn. Samhliða því einkenndist tíðarandinn af hip-hop og r&b tónlist sem mótar Ísak sömuleiðis. „Ég held að ég hafi aldrei fundið mig almennilega fyrr en núna fyrst. Ég hef verið að flakka á milli ýmissa tónlistartegunda en finnst ég núna hafa fundið mitt hljóð. Ég elska kontrast í tónlist og að blanda saman ólíkum tónlistartegundum, mjúku r&b-i við harðara rokk þar sem hrár söngur mætir mjúku undirspili.“ Ísak Morris hefur farið í gegnum ýmsar tónlistarstefnur og sömuleiðis gengið í gegnum mikið á sinni lífsleið.Vísir/Vilhelm „Eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“ Hann byrjaði sem sóló artisti fyrir nokkrum árum síðan en lagði svo tónlistina alveg á hilluna um stund. „Ég var að ganga í gegnum skilnað og var á þeim tíma með fullt af lögum sem ég var búinn að vinna í. Ég var eiginlega búinn að klára plötu sem var svolítið í áttina að The Weeknd og ætlaði að gefa hana út nema hvað ég nennti aldrei að taka upp sönginn og ég vissi aldrei afhverju. Skilnaðurinn var eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Svo eru liðin tvö ár þá sameinast ég aftur æskuástinni minni og við erum saman í dag. Þá einhvern veginn fékk ég innblástur og fór að skapa. Ég í raun og veru tók öll lögin sem ég var búinn að gera, sópaði þeim til hliðar og byrjaði upp á nýtt. Þá fór þetta að rúlla.“ Tjáir sig frá hjartanu Tónlistin hefur verið mikil hvatning í lífi Ísaks og segir hann best að fylgja hjartanu í sköpunarferlinu. „Ég vil bara að fólki líði vel þegar að það hlustar á plötuna. Þetta er mjúkt og þægilegt ég er ekki að eltast við tískubylgjur eða einhverja strauma, ég vil bara tjá mig frá hjartanu. Ég held að ég sé búinn að finna mig í tónlistinni í fyrsta skiptið. Það er mikið af ástarlögum og ég sem rosa mikið af lögum fyrir mína nánustu til að gefa þeim styrk og hvatningu. Ég hef líka samið rosalega mikið af sorglegum lögum sem hefur hjálpað mér en þau verða ekki á plötunni. Næsta plata sem kemur út verður á íslensku og það verður í svipuðum fíling. Þá er ég svolítið að vonast eftir því að fá gestasöngvara, væri helst til í að fá KK og vil bara senda það út í kosmósið, mér finnst hann snillingur.“ Ísak Morris hitti æskuástina sína aftur og eru þau saman í dag.Vísir/Vilhelm Féll eftir margra ára edrúmennsku Fyrir rúmum tveimur árum varð sömuleiðis mikill vendipunktur í lífi Ísaks. „Ég féll eftir margra ára edrúmennsku eftir skilnaðinn og svo er ég búinn að vera að ströggla síðan, inn og út úr meðferðum. Fjölskyldan mín bjargaði mér í raun og veru, pabbi, stjúpmamma og ömmur mínar tóku sig öll saman og sendu mig í meðferð til Bretlands þar sem ég kynntist alls konar tónlist.“ Platan verður eins konar ferðalag að sögn Ísaks og er þar meðal annars að finna eitt rapplag. „Ég ætla að rappa á ensku og það kemur í ljós hvort það verði eitthvað kjánalegt. En ég held að það komi vel út. Platan kemur vonandi út í lok júní, byrjun júlí, það er svona stefnan. Ég er alltaf að taka sönginn upp aftur og aftur, það er mjög erfitt að taka upp sinn eigin söng því maður er einhvern veginn aldrei sáttur með niðurstöðina þó að söngurinn sé góður. En ég held að ég sé kominn með allt sem þarf til og þetta verður geggjuð plata!“ Hann segir plötuna vera rosalega mikil uppgjör við fortíðina. „Það eru mikið af lögum um það að hafa upplifað höfnun í æsku. Ég var sendur í sveit þrettán ára, það var búið að vera eitthvað vesen á mér. En í raun og veru upplifði ég það sem rof á einhverri tengingu. Það eru alveg nokkur lög á plötunni sem fjalla um þetta, um þessa þrá að tengjast sínum nánustu. Ég er að leitast eftir þeirri tengingu. Þegar að maður er búinn að standa sig vel og maður dettur í það, þá er það rosalega erfitt ef maður er ekki tengdur fjölskyldunni sinni. Það sem gerist oft þegar að maður er fíkill að þá rofnar tengingin og fólk náttúrulega bakkar. En maður upplifir samt alltaf þessa höfnun. Þannig að platan er eins og eitt ferðalag. Ég er að syngja um fortíðina, ég er að syngja um mína leit að viðurkenningu, samþykki og ást og fæ það ekki, finn það ekki, og svo hægt og rólega í gegnum plötuna þá verður hún alltaf bjartari og bjartari. Byrjar á þungum lögum og svo koma lög sem fjalla um ástina og hvar ég er í dag. Líka fyrirgefningin og það að fyrirgefa.“ Er ástfanginn og upplifir öryggi Platan ber heitið Open heart og segist Ísak berskjalda sig rosalega á þessari plötu. Hann er því svolítið stressaður fyrir útgáfu en hlakkar líka til og segir sömuleiðis kraft í berskjölduninni. Í dag lítur hann fallegum augum á lífið. „Ég upplifi öryggi í fyrsta skipti á ævi minni og ég er ástfanginn. Ég er að upplifa skilyrðislausa ást í fyrsta skiptið þar sem ég meðtek hana. Ég upplifi hlutina líka á nýjan hátt. Ef ég dett í það þá heitir það ekki fall heldur bakslag. Maður er ekkert búinn að glata þeim árangri sem maður hefur náð þó að maður detti í það. Maður getur alltaf byrjað aftur. Eins og ég sé lífið í dag, mér finnst það bara æðislegt. Ég upplifi bara hamingju og er rosalega fullur af innblæstri.“ Hann segist sömuleiðis skilja hversu stórt hlutverk tíðarandinn spilaði hjá honum í æsku. „Mig langar að taka það skýrt fram að þó að ég tali um höfnun var foreldrum ráðlagt að loka á börnin sín og þetta eru ráðleggingar sem eru algjörlega út í hött. Ég er fæddur 1983 og ég er af þessari kynslóð þar sem þetta var ráðlagt. Þetta er hópur af fólki sem missir alveg tengsl við fjölskyldu sína útaf þessum ráðum og þau einhvern veginn ná aldrei aftur þessum tengslum. Ég fór austur að vinna í leikskóla og bjó hjá fjölskyldunni minni í nokkra mánuði með það að markmiði að tengjast þeim aftur. Ég er alls ekki að setja út á fjölskylduna mína eða neitt. Þetta var bara hvernig lífið var og hvernig ég upplifði það. Það var eins og það væri stór partur af sálinni sem hafði týnst en með því að tengjast aftur fjölskyldunni minni þá var það einhvern veginn púslið sem hafði vantað alla ævi hjá mér. Og þegar að það vantaði fer maður að leita að fyrirmyndum sem eru ekki alltaf mjög uppbyggjandi. Fer að líta upp til tónlistarmanna sem eru fíklar til dæmis og hampa skaðlegum lífsstíl.“ Ísak Morris hefur farið í gegnum mikla sjálfsvinnu og sömuleiðis lagt upp úr því að efla tengsl sín við fjölskyldu sína. Vísir/Vilhelm Var næstum því dáinn Eins og áður segir hefur Ísak Morris átt skrautlega ævi og glímt við fíknisjúkdóm frá unglingsárum. Upp úr 25 ára aldri breyttist líf hans svo algjörlega. „Ég dó næstum því. Ég var búinn að vera í mikilli neyslu í mörg ár og það gerðist bara eitthvað innra með mér, ég bara gafst upp. Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa. Út frá því fer ég að iðka hugleiðslu og ég vil meina að regluleg hugleiðsla hafi bjargað lífi mínu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist, ég fékk bara ógeð. Mig langaði alltaf að vera tónlistarmaður, mig langaði að gera eitthvað úr lífi mínu, svo var ég orðinn 25 ára og var ekki búinn að afreka neinu og þá varð þessi uppgjöf. Svo náði ég að byggja mig upp og út frá því kemur þessi hvatning og þessi þörf til að tjá mínar upplifanir í gegnum tónlist og ég vona að einhver tengi við það. En eins og ég segi þá er ég náttúrulega ekki búinn að vera edrú allan tímann og þetta er ferðalag. Þeir sem hlusta á plötuna eiga eftir að heyra hvernig ferðalagið fer frá því að vera týndur strákur í leit að viðurkenningu og tengingu yfir í það að vera fullorðinn maður sem hefur fundið ástina og lifir í öryggi. Það er líka enginn annar sem veitir mér öryggi, það verður að vera ég. Ég hef trú á mér.“ Sá sjálfan sig sem vandamál Sömuleiðis er Ísak með ADHD sem reyndist honum mjög erfitt sérstaklega í æsku. „Alla mína ævi hef ég fengið að heyra neikvæða hluti um mig. Það var alltaf verið að skamma mann og maður var alltaf til trafala sem ADHD krakki. Og þá verður þessi innri rödd og þessi innri togstreita svo neikvæð og ég sé sjálfan mig sem vandamál. Ég er fyrir öðrum og upplifi mig aldrei velkominn neins staðar. Það var ekki fyrr en ég fór að segja við sjálfa mig meðvitað og endurtekið að ég sé nóg sem ég upplifði hugarfarsbreytingu. Það skiptir engu máli hversu mikla viðurkenningu ég fæ, eins og ég er búinn að vera að sækjast eftir, heldur þarf það að koma frá sjálfum mér, ég verð að finna það og í raun tala við sjálfan mig eins og ég sé minn besti vinur. Hugleiðslan hefur kennt mér þetta og þar reyni ég að heila barnið, heila sjálfan mig og veita mér það öryggi sem ég þurfti á að halda sem krakki. Þannig lærði ég að elska sjálfan mig. Við erum öll nóg. Það er svo mikið frelsi í því að elska sjálfan sig. Tónlistin er mín ástríða og það er mikið frelsi í því að geta unnið að henni. Mín stærsta blessun í lífinu er svo að hafa eignast tvær dætur. Það verða lög um þær á plötunni.“ Ísak Morris leit alltaf á sjálfan sig sem vandamál en hann er með ADHD og var umræðan allt önnur þegar að hann var að alast upp.Vísir/Vilhelm Hann segist sömuleiðis heillaður að siðfræðinni sem tengist opnu hjarta eða Open heart eins og platan hans heitir. „Open heart er siðfræði sem greip mig og í kringum hana eru alls konar siðfræðingar með alls konar speki. Open heart er að þú nálgast öll málefni með hjartanu, með kærleika og ást. Þá koma alltaf réttu svörin um hvernig á að bregðast við,“ segir Ísak að lokum. Hér má hlusta á Ísak Morris á streymisveitunni Spotify. Tónlist Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hefur fundið sig í dag Samhliða tónlistinni stundar Ísak Morris nám við þroskaþjálfun. Hann er uppalinn á Egilsstöðum en flytur í bæinn tólf ára gamall og fljótlega eftir það fer hann að prófa sig áfram í tónlistinni. „Ég byrja að syngja í rokkhljómsveitum og stofna síðan mína fyrstu hljómsveit þegar að ég var nítján ára. Það var svona grunge rokktónlist og einhver eymd,“ segir Ísak kíminn. Samhliða því einkenndist tíðarandinn af hip-hop og r&b tónlist sem mótar Ísak sömuleiðis. „Ég held að ég hafi aldrei fundið mig almennilega fyrr en núna fyrst. Ég hef verið að flakka á milli ýmissa tónlistartegunda en finnst ég núna hafa fundið mitt hljóð. Ég elska kontrast í tónlist og að blanda saman ólíkum tónlistartegundum, mjúku r&b-i við harðara rokk þar sem hrár söngur mætir mjúku undirspili.“ Ísak Morris hefur farið í gegnum ýmsar tónlistarstefnur og sömuleiðis gengið í gegnum mikið á sinni lífsleið.Vísir/Vilhelm „Eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum“ Hann byrjaði sem sóló artisti fyrir nokkrum árum síðan en lagði svo tónlistina alveg á hilluna um stund. „Ég var að ganga í gegnum skilnað og var á þeim tíma með fullt af lögum sem ég var búinn að vinna í. Ég var eiginlega búinn að klára plötu sem var svolítið í áttina að The Weeknd og ætlaði að gefa hana út nema hvað ég nennti aldrei að taka upp sönginn og ég vissi aldrei afhverju. Skilnaðurinn var eitt það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Svo eru liðin tvö ár þá sameinast ég aftur æskuástinni minni og við erum saman í dag. Þá einhvern veginn fékk ég innblástur og fór að skapa. Ég í raun og veru tók öll lögin sem ég var búinn að gera, sópaði þeim til hliðar og byrjaði upp á nýtt. Þá fór þetta að rúlla.“ Tjáir sig frá hjartanu Tónlistin hefur verið mikil hvatning í lífi Ísaks og segir hann best að fylgja hjartanu í sköpunarferlinu. „Ég vil bara að fólki líði vel þegar að það hlustar á plötuna. Þetta er mjúkt og þægilegt ég er ekki að eltast við tískubylgjur eða einhverja strauma, ég vil bara tjá mig frá hjartanu. Ég held að ég sé búinn að finna mig í tónlistinni í fyrsta skiptið. Það er mikið af ástarlögum og ég sem rosa mikið af lögum fyrir mína nánustu til að gefa þeim styrk og hvatningu. Ég hef líka samið rosalega mikið af sorglegum lögum sem hefur hjálpað mér en þau verða ekki á plötunni. Næsta plata sem kemur út verður á íslensku og það verður í svipuðum fíling. Þá er ég svolítið að vonast eftir því að fá gestasöngvara, væri helst til í að fá KK og vil bara senda það út í kosmósið, mér finnst hann snillingur.“ Ísak Morris hitti æskuástina sína aftur og eru þau saman í dag.Vísir/Vilhelm Féll eftir margra ára edrúmennsku Fyrir rúmum tveimur árum varð sömuleiðis mikill vendipunktur í lífi Ísaks. „Ég féll eftir margra ára edrúmennsku eftir skilnaðinn og svo er ég búinn að vera að ströggla síðan, inn og út úr meðferðum. Fjölskyldan mín bjargaði mér í raun og veru, pabbi, stjúpmamma og ömmur mínar tóku sig öll saman og sendu mig í meðferð til Bretlands þar sem ég kynntist alls konar tónlist.“ Platan verður eins konar ferðalag að sögn Ísaks og er þar meðal annars að finna eitt rapplag. „Ég ætla að rappa á ensku og það kemur í ljós hvort það verði eitthvað kjánalegt. En ég held að það komi vel út. Platan kemur vonandi út í lok júní, byrjun júlí, það er svona stefnan. Ég er alltaf að taka sönginn upp aftur og aftur, það er mjög erfitt að taka upp sinn eigin söng því maður er einhvern veginn aldrei sáttur með niðurstöðina þó að söngurinn sé góður. En ég held að ég sé kominn með allt sem þarf til og þetta verður geggjuð plata!“ Hann segir plötuna vera rosalega mikil uppgjör við fortíðina. „Það eru mikið af lögum um það að hafa upplifað höfnun í æsku. Ég var sendur í sveit þrettán ára, það var búið að vera eitthvað vesen á mér. En í raun og veru upplifði ég það sem rof á einhverri tengingu. Það eru alveg nokkur lög á plötunni sem fjalla um þetta, um þessa þrá að tengjast sínum nánustu. Ég er að leitast eftir þeirri tengingu. Þegar að maður er búinn að standa sig vel og maður dettur í það, þá er það rosalega erfitt ef maður er ekki tengdur fjölskyldunni sinni. Það sem gerist oft þegar að maður er fíkill að þá rofnar tengingin og fólk náttúrulega bakkar. En maður upplifir samt alltaf þessa höfnun. Þannig að platan er eins og eitt ferðalag. Ég er að syngja um fortíðina, ég er að syngja um mína leit að viðurkenningu, samþykki og ást og fæ það ekki, finn það ekki, og svo hægt og rólega í gegnum plötuna þá verður hún alltaf bjartari og bjartari. Byrjar á þungum lögum og svo koma lög sem fjalla um ástina og hvar ég er í dag. Líka fyrirgefningin og það að fyrirgefa.“ Er ástfanginn og upplifir öryggi Platan ber heitið Open heart og segist Ísak berskjalda sig rosalega á þessari plötu. Hann er því svolítið stressaður fyrir útgáfu en hlakkar líka til og segir sömuleiðis kraft í berskjölduninni. Í dag lítur hann fallegum augum á lífið. „Ég upplifi öryggi í fyrsta skipti á ævi minni og ég er ástfanginn. Ég er að upplifa skilyrðislausa ást í fyrsta skiptið þar sem ég meðtek hana. Ég upplifi hlutina líka á nýjan hátt. Ef ég dett í það þá heitir það ekki fall heldur bakslag. Maður er ekkert búinn að glata þeim árangri sem maður hefur náð þó að maður detti í það. Maður getur alltaf byrjað aftur. Eins og ég sé lífið í dag, mér finnst það bara æðislegt. Ég upplifi bara hamingju og er rosalega fullur af innblæstri.“ Hann segist sömuleiðis skilja hversu stórt hlutverk tíðarandinn spilaði hjá honum í æsku. „Mig langar að taka það skýrt fram að þó að ég tali um höfnun var foreldrum ráðlagt að loka á börnin sín og þetta eru ráðleggingar sem eru algjörlega út í hött. Ég er fæddur 1983 og ég er af þessari kynslóð þar sem þetta var ráðlagt. Þetta er hópur af fólki sem missir alveg tengsl við fjölskyldu sína útaf þessum ráðum og þau einhvern veginn ná aldrei aftur þessum tengslum. Ég fór austur að vinna í leikskóla og bjó hjá fjölskyldunni minni í nokkra mánuði með það að markmiði að tengjast þeim aftur. Ég er alls ekki að setja út á fjölskylduna mína eða neitt. Þetta var bara hvernig lífið var og hvernig ég upplifði það. Það var eins og það væri stór partur af sálinni sem hafði týnst en með því að tengjast aftur fjölskyldunni minni þá var það einhvern veginn púslið sem hafði vantað alla ævi hjá mér. Og þegar að það vantaði fer maður að leita að fyrirmyndum sem eru ekki alltaf mjög uppbyggjandi. Fer að líta upp til tónlistarmanna sem eru fíklar til dæmis og hampa skaðlegum lífsstíl.“ Ísak Morris hefur farið í gegnum mikla sjálfsvinnu og sömuleiðis lagt upp úr því að efla tengsl sín við fjölskyldu sína. Vísir/Vilhelm Var næstum því dáinn Eins og áður segir hefur Ísak Morris átt skrautlega ævi og glímt við fíknisjúkdóm frá unglingsárum. Upp úr 25 ára aldri breyttist líf hans svo algjörlega. „Ég dó næstum því. Ég var búinn að vera í mikilli neyslu í mörg ár og það gerðist bara eitthvað innra með mér, ég bara gafst upp. Ég var hræddur og ég vildi bara eiga líf. Það eina sem ég vildi var bara að lifa. Út frá því fer ég að iðka hugleiðslu og ég vil meina að regluleg hugleiðsla hafi bjargað lífi mínu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist, ég fékk bara ógeð. Mig langaði alltaf að vera tónlistarmaður, mig langaði að gera eitthvað úr lífi mínu, svo var ég orðinn 25 ára og var ekki búinn að afreka neinu og þá varð þessi uppgjöf. Svo náði ég að byggja mig upp og út frá því kemur þessi hvatning og þessi þörf til að tjá mínar upplifanir í gegnum tónlist og ég vona að einhver tengi við það. En eins og ég segi þá er ég náttúrulega ekki búinn að vera edrú allan tímann og þetta er ferðalag. Þeir sem hlusta á plötuna eiga eftir að heyra hvernig ferðalagið fer frá því að vera týndur strákur í leit að viðurkenningu og tengingu yfir í það að vera fullorðinn maður sem hefur fundið ástina og lifir í öryggi. Það er líka enginn annar sem veitir mér öryggi, það verður að vera ég. Ég hef trú á mér.“ Sá sjálfan sig sem vandamál Sömuleiðis er Ísak með ADHD sem reyndist honum mjög erfitt sérstaklega í æsku. „Alla mína ævi hef ég fengið að heyra neikvæða hluti um mig. Það var alltaf verið að skamma mann og maður var alltaf til trafala sem ADHD krakki. Og þá verður þessi innri rödd og þessi innri togstreita svo neikvæð og ég sé sjálfan mig sem vandamál. Ég er fyrir öðrum og upplifi mig aldrei velkominn neins staðar. Það var ekki fyrr en ég fór að segja við sjálfa mig meðvitað og endurtekið að ég sé nóg sem ég upplifði hugarfarsbreytingu. Það skiptir engu máli hversu mikla viðurkenningu ég fæ, eins og ég er búinn að vera að sækjast eftir, heldur þarf það að koma frá sjálfum mér, ég verð að finna það og í raun tala við sjálfan mig eins og ég sé minn besti vinur. Hugleiðslan hefur kennt mér þetta og þar reyni ég að heila barnið, heila sjálfan mig og veita mér það öryggi sem ég þurfti á að halda sem krakki. Þannig lærði ég að elska sjálfan mig. Við erum öll nóg. Það er svo mikið frelsi í því að elska sjálfan sig. Tónlistin er mín ástríða og það er mikið frelsi í því að geta unnið að henni. Mín stærsta blessun í lífinu er svo að hafa eignast tvær dætur. Það verða lög um þær á plötunni.“ Ísak Morris leit alltaf á sjálfan sig sem vandamál en hann er með ADHD og var umræðan allt önnur þegar að hann var að alast upp.Vísir/Vilhelm Hann segist sömuleiðis heillaður að siðfræðinni sem tengist opnu hjarta eða Open heart eins og platan hans heitir. „Open heart er siðfræði sem greip mig og í kringum hana eru alls konar siðfræðingar með alls konar speki. Open heart er að þú nálgast öll málefni með hjartanu, með kærleika og ást. Þá koma alltaf réttu svörin um hvernig á að bregðast við,“ segir Ísak að lokum. Hér má hlusta á Ísak Morris á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Geðheilbrigði Fíkn Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira