„Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:51 Ásbjörn Friðriksson hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með FH, með þrettán ára millibili. vísir/diego Ásbjörn Friðriksson var vitaskuld kampakátur í Mosfellsbænum í kvöld eftir sigur FH á Aftureldingu og fyrsta Íslandsmeistaratitil FH í handbolta síðan 2011. „Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip. Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Ég er ekkert eðlilega ánægður með félagið í dag. Komum hérna og við vorum með helminginn í stúkunni á útivelli í fjórða leik. Spiluðum frábæran leik og þeir voru með bakið upp við vegg og við klárum þetta. Þetta var geðveikt, þvílíkt lið,“ sagði Ásbjörn eftir leikinn í kvöld. Ásbjörn var ánægður með spilamennskuna í kvöld og segir að þeir hafi verið með lausnir við flestu sem Mosfellingar buðu upp á. „Við áttum auðveldara með að skora, fannst mér. Heilt yfir í einvíginu, sérstaklega þegar Aron [Pálmarsson] er kominn og fleiri eru að draga vagninn. Þeir fara að mæta Aroni og þá þurfa aðrir að stíga upp og við gerðum það. Við vorum með fínar lausnir, við vorum búnir að æfa þetta og þetta kom ekki á óvart,“ bætti Ásbjörn við. „Við vorum með þokkalegir lausnir við öllu og hrikalega ánægður í vetur hvað við höfum verið góðir á parketinu þegar liðin henda í okkur óvæntum vörnum. Við höldum haus, spilum góðar sóknir og drullum okkur heim í vörn þar sem við erum bestir.“ Ásbjörn skoraði sjö mörk í kvöld og datt í gang undir lok leiks þegar hann skoraði þrjú mörk í röð á mikilvægum tímapunkti. Hvað gerðist undir lokin? „Mig langaði bara ógeðslega mikið að verða Íslandsmeistari, það er ekkert flóknara en það. Ég valdi mér einhverja gaura til að fara á og skotin hittu, það var bara frábært,“ sagði Ásbjörn. Það verða fagnaðarhöld fram á nótt hjá Hafnfirðingum og ætlar Ásbjörn að byrja á nokkrum sopum af kampavíni í klefanum. „Það verður fagnað með fjölskyldunni núna og svo erum við að fara að opna þetta kampavín í klefanum, ætli maður þurfi ekki að taka nokkra sopa af því,“ sagði Ásbjörn sposkur á svip.
Olís-deild karla FH Afturelding Tengdar fréttir „Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25 „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Hann er bara svindkall í þessari deild“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með tapið í kvöld og telur að þetta hafi verið slakasti leikur liðsins í einvíginu. 29. maí 2024 23:25
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. 29. maí 2024 23:06