Lífið

Annar bakaradrengur í ofninum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gulli er einn vinsælasti bakari landsins.
Gulli er einn vinsælasti bakari landsins. Skjáskot

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eiga von á sínu öðru barni í nóvember. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem er eins árs.

Parið greindi frá gleðitíðind­un­um í sameiginlegri færslu á In­sta­gram. „Stóri bróðir í nóv­em­ber,“ skrifaði parið við mynd af syninum með sónarmynd umkringdur ljósbláu konfettí skrauti sem gefur til kynna að um dreng sé að ræða.

Gulli flutti til Kaupmannahafnar árið 2018 þar sem hann lærði kökugerð í Konditori La Glace. Á námsferlinum tók hann tvisar sinnum þátt í keppninni Kaka ársins þar sem um hundrað bakarar tóku þátt. Í báðum tilfellum hafnaði hann í einu af topp tíu sætum keppninnar.

Árið 2020 stofnaði Gulli  bakaraíið, Gulli Arnar, ásamt æskuvini sínum Böðvari Böðvarssyni sem hefur notið gífurlegra vinsælda síðastliðin ár fyrir fjölbreytt úrval af bakarísmat og kökum undir skandínavískum áhrifum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.