„Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum“ Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2024 16:32 Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, er klár í átök. Hann mætir Finnanum Mika MIelonen í átta lotu bardaga annað kvöld Vísir/Sigurjón Ólason Kolbeinn Kristinsson, þungavigtarkappi og atvinnumaður okkar í hnefaleikum, á fyrir höndum mikilvægan bardaga á sínum taplausa atvinnumannaferli til þessa annað kvöld. Eftir fádæma óheppni og niðurfellda bardaga vegna meiðsla er Kolbeinn klár í slaginn á ný. Sigur annað kvöld hefur þá burði að koma atvinnumannaferli hans á næsta stig. „Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma. Box Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira
„Öll vinnan er búin. Heyið er komið í hlöðuna. Núna þarf maður bara að komast heill í bardagann,“ segir Kolbeinn sem mætir Finnanum Mika Mielonen í nágrenni Helsinki annað kvöld. „Það verður frábært að fá loksins að berjast. Loksins að fá að ganga inn í hringinn. Fá að gera það sem að maður hefur undirbúið sig svo lengi fyrir. Ég er í rauninni búinn að vera æfa í hálft ár fyrir einn bardaga. Þetta verður frábært.“ Kolbeinn hefur nefnilegast verið óvenju óheppinn upp á síðkastið. Hann átti að berjast í byrjun desember á síðasta ári en tíu dögum fyrir þann bardaga braut hann bein í baugfingri. Hann var síðan kominn með annan bardaga í upphafi mars á þessu ári en viti menn þá braut hann bein í öðrum fingri. Hann er búinn að jafna sig af þeim meiðslum og nú er aðeins rétt rúmur sólarhringur í bardaga hans um Baltic Boxing Union beltið í þungavigtarflokki gegn Finnanum Mika Mielonen. „Ég er búinn að kynna mér hann aðeins. Mika slær fast og er harður af sér. Stór og þykkur. Hann er þó ekki að vinna hlutina á sama hraða og ég. Slær ekki eins mikið frá sér. Við nýtum okkur það bara gegn honum. Ég sá bardagann fyrir mér þannig að ég nái að keyra hraðann vel upp. Held bardaganum á því tempói sem að Mika ræður erfiðlega við. Slæ meira en hann ræður við að boxa á. Hann á endanum sprengir sig og þá klára ég hann.“ Undirbúningurinn hefur gengið vel. Vísir/Sigurjón Ólason „Ég hef verið að passa það að ég sé heill heilsu. Verið að fínstilla allar æfingar hjá mér eftir því sem að líður nær bardaganum. Satt best að segja líður mér bara mjög vel. Auðvitað, í ljósi þess hvernig farið hefur hjá mér fyrir síðustu tvo skipulögðu bardaga hjá mér, hef ég verið að passa mig aðeins meira en vanalega. Það fyrsta sem ég sagði eftir hvert sparr var „ég braut mig ekki“ núna er maður kominn inn fyrir þröskuldinn. Engin erfið vinna eftir í undirbúningnum. Núna er það bara bardaginn.“ Sigur hefur mikið að segja Sigur í bardaganum, hvað þá öruggur sigur, getur haft mikið að segja um framhaldið á atvinnumannaferli Kolbeins sem er enn ósigraður. Kolbeinn Kristinsson hefur unnið alla bardaga sína sem atvinnumaður.Beggi Dan „Sigur yrði stórt skref í áttina að betri hlutum. Með sigri yrði ég búinn að koma mínu nafni á meðal efstu áttatíu hnefaleikakappa á heimslista þungavigtarinnar. Ég reikna það þá þannig að vera tveimur til þremur sigrum frá stærstu bardögunum í heimi. Það er takmarkið. Það sem að ég vil og hef verið að stefna að í gegnum minn feril. Að gera atlögu að heimsmeistaratitli. Það er það sem að ég vil.“ Hvernig sérðu bardagann fara? „Ef að ég geri allt rétt þá klárast þessi bardagi áður en að loturnar átta renna sitt skeið.“ Hægt verður að nálgast streymi af bardagakvöldinu hér. Áætlað er að Kolbeinn og Mika berjist klukkan 17:40 að íslenskum tíma.
Box Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira