Lífið

Bannaði Snorra að kjósa Arnar Þór

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Snorri og Nadine í góðum gír í kvöld.
Snorri og Nadine í góðum gír í kvöld. Vísir/Vilhelm

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi eru stödd á kosningavöku óháðra á Nasa og bíða spennt eftir að fyrstu tölur berist.

„Þetta er ákveðinn endapunktur mikils ferlis sem er þessi kosningabarátta hefur verið,“ segir Snorri. 

„Ég er ótrúlega spennt að sjá hvernig þetta fer,“ segir Nadine.

Snorri kveðst hafa sagt Nadine að hann hafi ætlað að kjósa Arnar Þór þegar hann gekk inn í klefann en Nadine hafi sannfært hann um að gera það ekki. 

Hann hafi ákveðið að endurgjalda Jóni Gnarr þá gjöf í formi skemmtunar sem hann hefur gefið honum í gegnum árin með því að henda á hann atkvæði.

Nadine greip þá orðið og sagði Snorra ekki hafa kosið Arnar Þór einfaldlega af því að hún bannaði honum það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×