Alba Berlin tapaði þá öðru sinni í þremur leikjum á móti Niners Chemnitz, nú með tólf stigum, 84-72.
Alba var reyndar í fínum málum í þessum leik þar til að leikur liðsins hrundi í lokaleikhlutanum sem tapaðist með tuttugu stiga mun, 31-11.
Martin Hermannsson átti mjög erfiðan dag. Fann sig engan vegin og endaði með eitt stig, tvær stoðsendingar og eitt frákast á rúmum nítján spiluðum mínútum.
Martin klikkaði á öllum þremur skotunum sínum í leiknum og tapaði líka þremur boltum þar af tveimur í lokaleikhlutanum. Alba tapaði þeim mínútum sem hann spilaði með fimmtán stigum.
Staðan er því 2-1 fyrir Chemnitz en það liðs sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitaeinvígið.
Þar bíður Bayern München sem vann sína undanúrslitaviðureign 3-0.
Alba Berlin tapaði óvænt fyrsta leiknum á heimavelli en svaraði því með 22 stiga stórsigri í leik tvö.
Liðið virtist vera að gefa tóninn strax í byrjun í dag með því að vinna fyrsta leikhlutann 26-14 en það munaði átta stigum í hálfleik, 37-29.
Alba var síðan áfram átta stigum yfir fyrir lokaleikhlutann en þá fór allt í baklás. Nú þarf lðið að vinna tvo leiki í röð ætli þeir í úrslitaeinvígið. Næsti leikur er líka á heimavelli Chemnitz.