Viðskipti innlent

441 sagt upp í sex hópu­pp­sögnum

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í nýliðnum maímánuði. 441 starfsmanni var sagt upp í uppsögnunum sex. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar kemur fram að um hafi verið að ræða fyrirtæki eða stofnanir í smásölu, opinberri stjórnsýslu og farþegaflutningum og fiskvinnslu. 

Uppsagnirnar koma flestar til framkvæmda á tímabilinu júlí til október 2024.

Veistu meira um málið? Hvar var fólki sagt upp? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.

Greint var frá því um miðjan maímánuð að Grindavíkurbær hafi sagt upp um 150 manns og þá sagði Icelandair upp 82 í lok mánaðar. 

Það sem af er ári hafa nú átta hópuppsagnir verið tilkynntar til Vinnumálastofnunar, en tilkynnt var um eina í janúar og eina í febrúar.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.


Tengdar fréttir

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 

Sögðu upp 82 starfsmönnum

Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×