Uppgjör og myndir: KR-Valur 3-5 | Vesturbæingar niðurlægðir í Frostaskjóli Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2024 21:06 Patrick Pedersen var einn á auðum sjó oftar en einu sinni í kvöld. Vísir/Anton Brink Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. Fyrri hálfleikurinn í kvöld var stórkostleg skemmtun fyrir hlutlausa á að horfa. KR byrjaði af fítonskrafti og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir sjö mínútna leik. Fyrst skoraði Aron Sigurðarson með frábæru skoti fyrir utan teig og Benóný Breki Andrésson tvöfaldaði forystuna innan við mínútu síðar með skallamarki á fjærstöng þar sem vörn Vals var sofandi á verðinum. KR-ingar fagna eftir frábæra byrjun.Vísir/Anton Brink Valsmenn virtust vankaðir og Miðjan, stuðningsmannasveit KR, söng hástöfum enda staðan góð. Valsmenn voru þó ekki lengi að ranka við sér. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 12. mínútu með góðu marki og eftir það tók Valur öll völd á vellinum. Patrick Pedersen í kunnuglegri stöðu.Vísir/Anton Brink Þeir ógnuðu marki KR í tvígang áður en Patrick Pedersen jafnaði í 2-2 á 31. mínútu eftir slakan varnarleik KR-inga. Tveimur mínútum síðar kom Tryggvi Val í 3-2 þegar hann kláraði frábærlega eftir langa sendingu frá markverðinum Fredrik Scrham og Pedersen bætti fjórða markinu við þremur mínútum síðar með góðum skalla. Þrjú mörk á sex mínútum og varnarleikur KR í molum. Það var hart barist á köflum í kvöld.Vísir/Anton Brink Síðari hálfleikur var, eðlilega kannski, aðeins rólegri. KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason var rekinn af velli með rautt spjald á 61. mínútu fyrir að brjóta á Gísla Laxdal Unnarssyni sem var í dauðafæri, en Gísli slapp í gegn eftir skelfileg mistök hjá Finni Tómasi sjálfum. Valsmenn fagna.Vísir/Anton Brink Gísli Laxdal skoraði svo sjálfur fimmta markið þegar hann slapp í gegn eftir að hafa leikið á rangstöðugildru KR og skorað af öryggi. Leikurinn fjaraði rólega út eftir þetta og sárabótamark Kristjáns Flóka Finnbogasonar undir lokin fyrir KR kom upp úr þurru. Birkir Már Sævarsson vildi fá víti þegar hann féll í teignum eftir baráttu við Aron Kristófer Lárusson.Vísir/Anton Brink 5-3 sigur Vals staðreynd sem þar með halda sig í námunda við Víkinga og Blika í toppbaráttunni. Atvik leiksins Mínúturnar sex í fyrri hálfleik þegar Valsmenn breyttu stöðunni úr 2-1 fyrir KR yfir í 4-2 stöðu sér í vil voru ótrúlegar. Valsmenn virtust geta gert hvað sem þeir vildu og varnarleikur KR var hræðilegur. Á þessu mínútum sneru Valsarar leiknum algjörlega sér í vil og brutu KR-inga niður. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hrafn Haraldsson var frábær í leiknum. Hann var sífellt í boltanum og skapaði nánast alltaf hættu. Það eina sem hægt er að setja út á hans leik er að hann hafi ekki náð að fullkomna þrennuna. Þrír KR-ingar verjast Tryggva Hrafni Haraldssyni sem hafði þó lítið að segja.Vísir/Anton Brink Gregg Ryder gerði Rúrik Gunnarsson að skúrkinum með því að skipta honum útaf í fyrri hálfleik þegar varnarleikur KR í heild var til skammar. Vissulega hafði Rúrik ekki átt góðan leik en samherjar hans í vörninni voru litlu skárri og þá fékk hann heldur enga hjálp frá leikmönnum framar á vellinum. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson var með góð tök á þessum leik. Rauða spjaldið á Finn Tómas virtist vera réttur dómur og heilt yfir var Sigurður Hjörtur ekki mikið í sviðsljósinu, alveg eins og við viljum hafa það. Í fimmta marki Vals vildu KR-ingar fá rangstöðu á Gísla Laxdal en mér sýndist aðstoðardómarinn Patrik Guðmundsson gera rétt í að halda flagginu niðri. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi vel í kvöld.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Stuðningsmenn KR hittust í félagsheimili félagsins fyrir leik og þar virtist vera fín stemmning. Stuðningsmannahópurinn Miðjan söng mikið í upphafi og töluvert um gestina frá Hlíðarenda. Söngurinn þagnaði þó fljótt þegar Valsmenn náðu yfirhöndinni. Stúkan var annars þétt setin í Frostaskjólinu þrátt fyrir skítakulda og golu. Viðtöl Besta deild karla Valur KR
Valsmenn fóru illa með nágranna sína úr KR þegar liðin mættust í Bestu deildinni í Vesturbænum í kvöld. Hlíðarendapiltar unnu 5-3 sigur og vandræði KR-inga verða augljósari með hverjum leiknum. Fyrri hálfleikurinn í kvöld var stórkostleg skemmtun fyrir hlutlausa á að horfa. KR byrjaði af fítonskrafti og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir sjö mínútna leik. Fyrst skoraði Aron Sigurðarson með frábæru skoti fyrir utan teig og Benóný Breki Andrésson tvöfaldaði forystuna innan við mínútu síðar með skallamarki á fjærstöng þar sem vörn Vals var sofandi á verðinum. KR-ingar fagna eftir frábæra byrjun.Vísir/Anton Brink Valsmenn virtust vankaðir og Miðjan, stuðningsmannasveit KR, söng hástöfum enda staðan góð. Valsmenn voru þó ekki lengi að ranka við sér. Tryggvi Hrafn Haraldsson minnkaði muninn á 12. mínútu með góðu marki og eftir það tók Valur öll völd á vellinum. Patrick Pedersen í kunnuglegri stöðu.Vísir/Anton Brink Þeir ógnuðu marki KR í tvígang áður en Patrick Pedersen jafnaði í 2-2 á 31. mínútu eftir slakan varnarleik KR-inga. Tveimur mínútum síðar kom Tryggvi Val í 3-2 þegar hann kláraði frábærlega eftir langa sendingu frá markverðinum Fredrik Scrham og Pedersen bætti fjórða markinu við þremur mínútum síðar með góðum skalla. Þrjú mörk á sex mínútum og varnarleikur KR í molum. Það var hart barist á köflum í kvöld.Vísir/Anton Brink Síðari hálfleikur var, eðlilega kannski, aðeins rólegri. KR-ingurinn Finnur Tómas Pálmason var rekinn af velli með rautt spjald á 61. mínútu fyrir að brjóta á Gísla Laxdal Unnarssyni sem var í dauðafæri, en Gísli slapp í gegn eftir skelfileg mistök hjá Finni Tómasi sjálfum. Valsmenn fagna.Vísir/Anton Brink Gísli Laxdal skoraði svo sjálfur fimmta markið þegar hann slapp í gegn eftir að hafa leikið á rangstöðugildru KR og skorað af öryggi. Leikurinn fjaraði rólega út eftir þetta og sárabótamark Kristjáns Flóka Finnbogasonar undir lokin fyrir KR kom upp úr þurru. Birkir Már Sævarsson vildi fá víti þegar hann féll í teignum eftir baráttu við Aron Kristófer Lárusson.Vísir/Anton Brink 5-3 sigur Vals staðreynd sem þar með halda sig í námunda við Víkinga og Blika í toppbaráttunni. Atvik leiksins Mínúturnar sex í fyrri hálfleik þegar Valsmenn breyttu stöðunni úr 2-1 fyrir KR yfir í 4-2 stöðu sér í vil voru ótrúlegar. Valsmenn virtust geta gert hvað sem þeir vildu og varnarleikur KR var hræðilegur. Á þessu mínútum sneru Valsarar leiknum algjörlega sér í vil og brutu KR-inga niður. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hrafn Haraldsson var frábær í leiknum. Hann var sífellt í boltanum og skapaði nánast alltaf hættu. Það eina sem hægt er að setja út á hans leik er að hann hafi ekki náð að fullkomna þrennuna. Þrír KR-ingar verjast Tryggva Hrafni Haraldssyni sem hafði þó lítið að segja.Vísir/Anton Brink Gregg Ryder gerði Rúrik Gunnarsson að skúrkinum með því að skipta honum útaf í fyrri hálfleik þegar varnarleikur KR í heild var til skammar. Vissulega hafði Rúrik ekki átt góðan leik en samherjar hans í vörninni voru litlu skárri og þá fékk hann heldur enga hjálp frá leikmönnum framar á vellinum. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson var með góð tök á þessum leik. Rauða spjaldið á Finn Tómas virtist vera réttur dómur og heilt yfir var Sigurður Hjörtur ekki mikið í sviðsljósinu, alveg eins og við viljum hafa það. Í fimmta marki Vals vildu KR-ingar fá rangstöðu á Gísla Laxdal en mér sýndist aðstoðardómarinn Patrik Guðmundsson gera rétt í að halda flagginu niðri. Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi vel í kvöld.Vísir/Anton Brink Stemmning og umgjörð Stuðningsmenn KR hittust í félagsheimili félagsins fyrir leik og þar virtist vera fín stemmning. Stuðningsmannahópurinn Miðjan söng mikið í upphafi og töluvert um gestina frá Hlíðarenda. Söngurinn þagnaði þó fljótt þegar Valsmenn náðu yfirhöndinni. Stúkan var annars þétt setin í Frostaskjólinu þrátt fyrir skítakulda og golu. Viðtöl
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti