Lífið

Guðni og Halla fagna saman

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þau mættu nokkurn veginn stíl á leikinn.
Þau mættu nokkurn veginn stíl á leikinn. RÚV

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli.

Þar glöddust þau saman, hvort í sinni lopapeysunni, yfir marki Hlínar Eiríksdóttur sem gaf Íslandi forystuna á sautjándu mínútu leiksins.

Hallgrímur Helgason rithöfundur náði skjáskoti af forsetunum tveimur fagna saman og birti á síðu sinni á Facebook með yfirskriftinni: „Tveir forsetar, eitt mark.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×