Dómarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards hafa valið bestu myndir ársins. Myndirnar voru í hópi þrjátíu mynda sem kepptu til úrslita í ár.
Um er að ræða kostuglegar myndir af dýrum í allskyns aðstæðum. Þetta árið er sigurvegarinn Sara Haskell sem náði mynd af hundinum sínum Hector reyna að troða sér í gegnum kattalúgu.
„Hector sá köttinn fara þarna út og ákvað að prófa. Hann komst ekki lengra en þetta áður en hann varð að bakka. Ég ímyndaði mér hann hugsa: „Já en kötturinn gat þetta!“ er haft eftir Söruh í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar.
Um er að ræða fimmta skiptið sem keppnin fer fram. Hún er haldin árlega og er ætlað að vekja athygli á dýravernd og safna peningum fyrir dýraverndarsamtök. Sömu aðilar eru að baki dýralífsljósmyndakeppninni Comedy Wildlife Photography Awards. Átta myndir voru auk þess valdar til verðlauna þar sem þær þóttu bera af öðrum.
Vinningsljósmynd heilt yfir og í hundaflokki
Vinningsljósmynd í kattaflokki
Vinningsljósmynd í hestaflokki
Vinningsljósmynd í flokki allra annarra gæludýra
Vinningsljósmynd teknar af krökkum
Vinningsljósmynd af gæludýrum sem líta út eins og eigendurnir
Ljósmyndasamkeppnin Comedy wildlife photography awards 2024 er hafin. Um árlega keppni er að ræða þar sem fólk um allan heim sendir inn þúsundir fyndnar ljósmyndir sem það fangar í náttúrunni.
Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.