Innherji

Cor­ip­harm­a eyk­ur hlut­a­fé um 1,8 millj­arð­a krón­a

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
 „Coripharma er að festa sig í sessi sem eitt af hraðast vaxandi þekkingarfélögum á Íslandi, en árið 2024 verður gríðarlega mikilvægt þar sem okkar fyrstu eigin þróuðu lyf eru að fara á markað í Evrópu,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma.
 „Coripharma er að festa sig í sessi sem eitt af hraðast vaxandi þekkingarfélögum á Íslandi, en árið 2024 verður gríðarlega mikilvægt þar sem okkar fyrstu eigin þróuðu lyf eru að fara á markað í Evrópu,“ segir Jónína Guðmundsdóttir, forstjóri Coripharma. Coripharma

Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári.


Tengdar fréttir

Einn stærsti hlut­hafinn losaði um hlut sinn í Corip­harma

Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×