Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Aron Guðmundsson skrifar 13. júní 2024 10:00 Þjálfarinn sigursæli og reynslumikli, Friðrik Ingi Rúnarsson, hefur nú tekið skrefið aftur inn í þjálfun. Hann er tekinn við þreföldu meistaraliði Keflavíkur. Vísir/Arnar Halldórsson Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Spennandi og krefjandi Ráðningin markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann stýrði síðast liði ÍR í efstu deild karla árið 2022. Friðrik hefur komið víða við á sínum ferli, unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi og tekur nú við liði Keflavíkur sem vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Friðrik Ingi í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2, „Það er spennandi að vera snúinn aftur í þjálfun, erfitt að slíta sig frá þessu. Einhverjir segja að ég sé galinn að taka við þessu starfi. Að taka við liði sem vann alla titla á síðasta tímabili. Það er svo sem ekki hægt að gera það mikið betur. Það verður hins vegar einhver að gera það. Mér finnst þetta bæði spennandi og krefjandi. Það er eitthvað sem ég hef oft leitast eftir í þessu. Að taka við einhverjum áskorunum. Ég er bara fullur tilhlökkunar fyrir því að fara vinna með þessu frábæra kvennaliði Keflavíkur.“ Alltaf pressa í Keflavík Pressan á að vinna titla er gífurleg hjá Keflavík. Í stað þess að taka við liði sem verið er að byggja upp er Friðrik Ingi að taka við þreföldu meistaraliði sem vill meira. Er ekki annars konar pressa sem fylgir því? Deildar-, Íslands- og bikarmeistarar KeflavíkurVísir/Pawel „Jú það er alveg hægt að segja það þannig. Það er í fyrsta lagi bara alltaf pressa í Keflavík. Sama hvort þú sért að taka við kvenna- eða karlaliði félagsins. Kvennalið félagsins er auðvitað sigursælasta liðið í sögunni. Þar þekkja menn ekkert annað en að vinna titla. Vilja vera í baráttunni um alla titla, öll tímabil. Það er ákveðin pressa sem fylgir þessu. Þetta verður krefjandi. En ég hlakka mikið til.“ „Það eru auðvitað líka eitthvað af ungum stelpum að banka á hurðina hjá meistaraflokki. Leikmenn að koma upp úr yngri flokka starfinu og ég hef afskaplega gaman af því að vera inni á gólfinu að kenna og liðsinna ungum leikmönnum sem að vilja ná enn lengra. Þarna eru líka leikmenn sem eru kannski með augun á því að komast út í háskólaboltann eða Evrópukörfuboltans seinna meir. Þetta er bara skemmtilegt verkefni fram undan.“ Vill halda í kjarna liðsins Lið Keflavíkur er gífurlega vel mannað og með landsliðskonur innanborðs. Sem og leikmenn sem gætu vel spjarað sig úti í atvinnumennsku. Sérðu fram á miklar breytingar á leikmannahópi Keflavíkur milli tímabila? Hefurðu til að mynda áhyggjur af því að lið erlendis frá reyni að bera vígjurnar í ykkar stærstu nöfn? Lið Keflavíkur var óstöðvandi á síðasta tímabili, vann alla titla sem hægt var að vinna.Vísir/Pawel „Það eru flestir leikmenn á samningi en þó nokkrar sem við eigum í viðræðum við núna. Sú vinna er bara í gangi. Ég vona auðvitað bara að við höldum sama kjarnanum af leikmönnum og svo skoðum við erlenda leikmenn í kjölfarið. Ég hræðist það í sjálfu sér ekkert. Við tökum bara því sem að höndum ber. Gerum eins vel og við getum úr þeim efnivið sem við munum hafa úr að moða. Það verður bara skemmtilegt verkefni. En ég vonast bara til þess að við höldum flestum, vonandi bara öllum kjarnanum í leikmannahópnum. Það væri draumur.“ En hvernig horfir hann á baráttuna fram undan í Subway deild kvenna sem og styrkleika deildarinnar. „Sem betur fer hefur breiddin í liðum deildarinnar lagast mikið þó að við séum enn að sjá það gerast, kannski full oft, að lið þurfi að draga sig úr keppni. Það er náttúrulega mjög sársaukafullt og blóðugt. Leiðinlegt þegar að svoleiðis staða er uppi. En við getum sagt að í deildinni séu fleiri lið sem eru bara mjög góð. Þó svo að vanti kannski breiddina í þeim fjölda liða, sem eru stöðug í þessum efstu deildum, þá eru mörg lið sem blanda sér í baráttuna. Þetta verður mjög skemmtilegt og spennandi. Við erum í þeirri stöðu að vera ríkjandi meistarar í öllum keppnum. Það vilja allir gogga í þann sem að vann allt. Við þurfum því að vera tilbúnar í að takast á við það. Í því felst ákveðin áskorun í sjálfu sér.“ Frá leik Keflavíkur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar á síðasta tímabili. Hér má sjá einn lykilleikmann liðsins, landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur, keyra í átt að körfunniVísir/Pawel Heiður að fá starfið Eitt er víst og það er að það ríkir mikil tilhlökkun hjá Friðriki Inga fyrir endurkomunni í þjálfarastöðu hjá meistaraflokksliði. „Einhverjir spurðu mig hvort að ég vildi ekki bíða eftir þjálfarastöðu hjá einhverju karlaliði. Mér fannst hins vegar eitthvað smart við þetta verkefni hjá kvennaliði Keflavíkur. Mér fannst þetta vera skemmtilegt, spennandi og ákveðinn heiður. Að fá að taka við Keflavíkurliðinu. Ég lít því bara björtum augum á þetta verkefni fram undan og hlakka mikið til.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Spennandi og krefjandi Ráðningin markar endurkomu Friðriks Inga í þjálfun en hann stýrði síðast liði ÍR í efstu deild karla árið 2022. Friðrik hefur komið víða við á sínum ferli, unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi og tekur nú við liði Keflavíkur sem vann alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Friðrik Ingi í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2, „Það er spennandi að vera snúinn aftur í þjálfun, erfitt að slíta sig frá þessu. Einhverjir segja að ég sé galinn að taka við þessu starfi. Að taka við liði sem vann alla titla á síðasta tímabili. Það er svo sem ekki hægt að gera það mikið betur. Það verður hins vegar einhver að gera það. Mér finnst þetta bæði spennandi og krefjandi. Það er eitthvað sem ég hef oft leitast eftir í þessu. Að taka við einhverjum áskorunum. Ég er bara fullur tilhlökkunar fyrir því að fara vinna með þessu frábæra kvennaliði Keflavíkur.“ Alltaf pressa í Keflavík Pressan á að vinna titla er gífurleg hjá Keflavík. Í stað þess að taka við liði sem verið er að byggja upp er Friðrik Ingi að taka við þreföldu meistaraliði sem vill meira. Er ekki annars konar pressa sem fylgir því? Deildar-, Íslands- og bikarmeistarar KeflavíkurVísir/Pawel „Jú það er alveg hægt að segja það þannig. Það er í fyrsta lagi bara alltaf pressa í Keflavík. Sama hvort þú sért að taka við kvenna- eða karlaliði félagsins. Kvennalið félagsins er auðvitað sigursælasta liðið í sögunni. Þar þekkja menn ekkert annað en að vinna titla. Vilja vera í baráttunni um alla titla, öll tímabil. Það er ákveðin pressa sem fylgir þessu. Þetta verður krefjandi. En ég hlakka mikið til.“ „Það eru auðvitað líka eitthvað af ungum stelpum að banka á hurðina hjá meistaraflokki. Leikmenn að koma upp úr yngri flokka starfinu og ég hef afskaplega gaman af því að vera inni á gólfinu að kenna og liðsinna ungum leikmönnum sem að vilja ná enn lengra. Þarna eru líka leikmenn sem eru kannski með augun á því að komast út í háskólaboltann eða Evrópukörfuboltans seinna meir. Þetta er bara skemmtilegt verkefni fram undan.“ Vill halda í kjarna liðsins Lið Keflavíkur er gífurlega vel mannað og með landsliðskonur innanborðs. Sem og leikmenn sem gætu vel spjarað sig úti í atvinnumennsku. Sérðu fram á miklar breytingar á leikmannahópi Keflavíkur milli tímabila? Hefurðu til að mynda áhyggjur af því að lið erlendis frá reyni að bera vígjurnar í ykkar stærstu nöfn? Lið Keflavíkur var óstöðvandi á síðasta tímabili, vann alla titla sem hægt var að vinna.Vísir/Pawel „Það eru flestir leikmenn á samningi en þó nokkrar sem við eigum í viðræðum við núna. Sú vinna er bara í gangi. Ég vona auðvitað bara að við höldum sama kjarnanum af leikmönnum og svo skoðum við erlenda leikmenn í kjölfarið. Ég hræðist það í sjálfu sér ekkert. Við tökum bara því sem að höndum ber. Gerum eins vel og við getum úr þeim efnivið sem við munum hafa úr að moða. Það verður bara skemmtilegt verkefni. En ég vonast bara til þess að við höldum flestum, vonandi bara öllum kjarnanum í leikmannahópnum. Það væri draumur.“ En hvernig horfir hann á baráttuna fram undan í Subway deild kvenna sem og styrkleika deildarinnar. „Sem betur fer hefur breiddin í liðum deildarinnar lagast mikið þó að við séum enn að sjá það gerast, kannski full oft, að lið þurfi að draga sig úr keppni. Það er náttúrulega mjög sársaukafullt og blóðugt. Leiðinlegt þegar að svoleiðis staða er uppi. En við getum sagt að í deildinni séu fleiri lið sem eru bara mjög góð. Þó svo að vanti kannski breiddina í þeim fjölda liða, sem eru stöðug í þessum efstu deildum, þá eru mörg lið sem blanda sér í baráttuna. Þetta verður mjög skemmtilegt og spennandi. Við erum í þeirri stöðu að vera ríkjandi meistarar í öllum keppnum. Það vilja allir gogga í þann sem að vann allt. Við þurfum því að vera tilbúnar í að takast á við það. Í því felst ákveðin áskorun í sjálfu sér.“ Frá leik Keflavíkur gegn Njarðvík í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar á síðasta tímabili. Hér má sjá einn lykilleikmann liðsins, landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur, keyra í átt að körfunniVísir/Pawel Heiður að fá starfið Eitt er víst og það er að það ríkir mikil tilhlökkun hjá Friðriki Inga fyrir endurkomunni í þjálfarastöðu hjá meistaraflokksliði. „Einhverjir spurðu mig hvort að ég vildi ekki bíða eftir þjálfarastöðu hjá einhverju karlaliði. Mér fannst hins vegar eitthvað smart við þetta verkefni hjá kvennaliði Keflavíkur. Mér fannst þetta vera skemmtilegt, spennandi og ákveðinn heiður. Að fá að taka við Keflavíkurliðinu. Ég lít því bara björtum augum á þetta verkefni fram undan og hlakka mikið til.“
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum