Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Árni Sæberg skrifar 13. júní 2024 14:46 Gerður Björt er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs Wise. Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum. Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Wise og Þekking hefðu sameinast, en á síðasta ári var tilkynnt um kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Sameiningin var háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem lá fyrir síðasta haust. Í fréttatilkynningu frá Wise segir að fyrirtækin muni starfa bæði í Ofanleiti 2 í Reykjavík og Hafnarstræti 91 á Akureyri. Það sem áður var Þekking verði nú nýtt rekstrarþjónustusvið Wise, sem Gerður Björt Pálmarsdóttir muni stýra. Gerður hafi síðastliðið ár gegnt starfi forstöðumanns Customer Success hjá Wise. Þar hafi hún borið ábyrgð á þjónustustefnu Wise, mótun þjónustuferla og ýmsum breytingum til að stuðla að bættri þjónustu og tengslum við viðskiptavini. Gerður hafi síðustu tuttugu ár starfað á sviði upplýsingatækni, þjónustustjórnunar, gæða- og mannauðsmála. Hún hafi mikla reynslu á sviði verkefnastjórnunar, stefnumótunar, gerð verkferla, árangurs- og þjónustumælinga. Spennandi verkefni framundan Áður en Gerður gekk til liðs við Wise hafi hún starfað sem gæðastjóri hjá fjártæknifyrirtækinu Five Degrees og séð þar um gæðamál og úttektir á skýjalausnum félagsins ásamt því að gegna hlutverki scrum master/team lead í Matrix SaaS teymi félagsins. Árin þar á undan hafi hún starfað sem deildarstjóri viðskiptaþjónustu hjá lyfjaheildsölu Distica og borið þar ábyrgð á framlínuþjónustu félagsins, viðskiptatengslum og þróun stafrænna lausna ásamt þjónustu við viðskiptavini. Gerður sé viðskiptafræðingur að mennt, hafi lokið meistaragráðu í mannauðsstjórnun og mini MBA í stafrænni umbreytingu. „Ég er ákaflega stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka gríðarlega mikið til að takast á við öll þau spennandi verkefni sem framundan eru. Sameinað félag byggir á sterkum grunni Wise og Þekkingar og við erum á fleygiferð inn í framtíðina. Við höfum þarfir viðskiptavina að leiðarljósi og getum nú boðið heildstætt lausnaframboð á sviði upplýsingatækni til að styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð þeirra,“ er haft eftir Gerði í fréttatilkynningu. Að mörgu að hyggja Stefán Jóhannesson, fráfarandi framkvæmdastjóri Þekkingar, muni leiða sameiningarferlið sem er framundan. „Það er að mörgu að hyggja við svona sameiningu. Mitt hlutverk verður að sjá til þess að allt skili sér í hús og viðskiptavinir upplifi sig í öruggum höndum. Þegar allt verður komið saman munum við sjá verulegan ávinning fyrir alla aðila,“ er haft eftir honum.
Vistaskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira