Sport

Hákon Þór fer á Ólympíu­leikana í París

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon er þriðji Íslendingurinn sem fer á Ólympíuleikana í sumar. Sá þriðji til að taka þátt fyrir Íslands hönd í skotfimi. Carl J. Eiríksson varð fyrstur í Barcelona 1992, Alferð Karl Alfreðsson 2000 í Sydney og Ásgeir Sigurgeirsson, 2012 í London og 2020 í Tókýó. 
Hákon er þriðji Íslendingurinn sem fer á Ólympíuleikana í sumar. Sá þriðji til að taka þátt fyrir Íslands hönd í skotfimi. Carl J. Eiríksson varð fyrstur í Barcelona 1992, Alferð Karl Alfreðsson 2000 í Sydney og Ásgeir Sigurgeirsson, 2012 í London og 2020 í Tókýó.  vísir / sigurjón

Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Alþjóðaólympíunefndin staðfesti þátttöku Hákons í dag. 

Árangur hans í síðustu tveimur mótum, öðru í Doha í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og hinu á Ítalíu, dugðu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana, sem fara fram í París 26. júlí - 11. ágúst. Skotfimin verður haldin 27. júlí - 5. ágúst.

Hákon Þór varð þar með þriðji Íslendingurinn sem kemst inn á Ólympíuleikana sem haldnir verða í júlí og fram í ágúst. Anton Sveinn McKee og Guðlaug Edda Hannesdóttir eru einnig staðfest á leikana.

Hákon er 45 ára Húnvetningur sem er búsettur á Selfossi. Hann starfar sem smiður og vinnur við að stækka hús á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands fyrir utan Þorlákshöfn.

„Möguleikarnir eru nokkuð góðir. Það eru tvö mót framundan sem gefa sæti. Það er fínn séns þar og ég er á fínum stað á Ólympíulistanum. Þetta er alveg góður möguleiki,“ sagði Hákon.

Hákon var í viðtali hjá Ingva Þór Sæmundssyni í Sportpakka Stöðvar 2 fyrir stuttu. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×