Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu.
Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga.
Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi.
MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur.
Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas.
Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka.
UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0
— danawhite (@danawhite) June 14, 2024