Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Aron Guðmundsson skrifar 14. júní 2024 08:49 Conor McGregor átti að mæta Michael Chandler í bardagabúrinu á vegum UFC seinna í mánuðinum. Ekkert verður þó af þeim bardaga. Vísir Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor er meiddur og mun því ekki mæta Bandaríkjamanninum Michael Chandler á bardagakvöldinu UFC 303 í lok þessa mánaðar. Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024 MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Sjá meira
Þetta hefur forseti UFC, Dana White, staðfest og bindur hann um leið endahnútinn á vangaveltur síðustu vikna varðandi það hvort að McGregor myndi mæta Chandler í búrinu. Bardagaginn átti svo sannarlega að marka endurkomu McGregor, sem er þekktasta nafn bardagaíþróttaheimsins, aftur í búrið en hann hefur ekki barist síðan árið 2021 er hann mætti Dustin Poirier. McGregor fótbrotnaði í þeim bardaga. Sögusagnir fóru á kreik um að bardagi McGregor og Chandler gæti verið í uppnámi þegar að UFC aflýsti, á elleftu stundu, blaðamannafundi milli bardagamannanna tveggja sem fram átti að fara í Dyflinni á Írlandi. MMA blaðamaðurinn Ariel Helwani hefur á undanförnum dögum tjáð sig um það að UFC hafi leitað logandi ljósi að bardagamanni til þess að stíga inn fyrir McGregor og mæta Chandler í búrinu en sú leit hefur ekki borið árangur. Michael Chandler mun því heldur ekki berjast á umræddu bardagakvöldi UFC sem fara á fram í T-Mobile höllinni í Las Vegas. Þess í stað hefur UFC sett saman nýjan aðalbardaga kvöldsins. Það verður titilbardagi milli Alex Pereira og Jiri Prochazka. UFC 303 International Fight Week June 29th pic.twitter.com/P47PSsKcg0— danawhite (@danawhite) June 14, 2024
MMA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Sjá meira