Lífið

Heil­mikil skemmti­dag­skrá og sam­söngur á Þing­völlum í dag

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sveitin GÓSS spilar á Þingvöllum í dag
Sveitin GÓSS spilar á Þingvöllum í dag Mummi Lú

Mikið hefur verið og verður áfram um að vera í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina. Boðið verður upp á margháttaða dagskrá til að minnast þeirra merku tímamóta er Ísland varð sjálfstætt lýðveldi þann 17. júní 1944. Í kvöld verður söngvavaka á gamla Valhallarreitnum.

Dagurinn hófst í dag klukkan ellefu þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gekk með gesti frá Haki, niður Almannagjá og endaði við Valhallarreitinn.

Heilmikil skemmtidagskrá var allan daginn í dag, en nú frá klukkan 16:00 og fram eftir sunnudagskveldi munu gestir á Þingvöllum syngja saman. Meðal þeirra sem koma fram eru Leikhópurinn Lotta, Söngsveitin Góss með Sigríði Thorlacious og Sigurð Guðmundsson í broddi fylkingar. Bubbi Morthens, Raddbandafélag Reykjavíkur, Valdimar, Reiðmenn vindanna, Helgi Björns og GDRN. Fjöldi matarvagna verður á Valhallarreitnum hátíðardagana þar sem hægt verður að gera vel við sig í mat og drykk og eiga ljúfa stund með fjölskyldunni.

Dagskráin í dag sunnudag er eftirfarandi:

16.00 – 21:30 Söngvavaka á Valhallarreitnum á Lýðveldishátið

16:00 Góss

16.30 Leikhópurinn Lotta söngvasyrpa

17.30 Bubbi

18.30 Valdimar

19.45 Raddbandafélag Reykjavíkur

20.00 Reiðmenn Vindanna, GDRN og Helgi Björns Staðsetning – Valhöll

Ókeypis verður á bílastæði í þjóðgarðinum og sýninguna Hjarta lands og þjóðar dagana 15-17. júní.

Sjá nánar um hátíðarhöld á Þingvöllum um helgina.

Mikil stemning er í samsöngnumEinar Bárðarson
Huggulegt er að hlýða á fallegan söng í góða veðrinuEinar Bárðarson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×