Lífið

„Við hættum nú eigin­lega ekkert saman“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta segir að hún og Þórður hafi ekki hætt saman.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta segir að hún og Þórður hafi ekki hætt saman.

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru enn saman. Ásdís segir að um misskilning hafi verið að ræða. 

„Við hættum nú eiginlega ekkert saman, það varð bara smá misskilingur. Það kom upp tveggja til þriggja vikna aðskilnaður þar sem ég var of upptekin af forsetamálum. Hann var fastur erlendis og varð svolítið dramatískur yfir þessari fjarlægð minni. Ekkert alvarlegt,“ segir Ásdís Rán í samtali við Vísi:

„Við búum ennþá saman hérna úti og erum bæði í Búlgaríu núna.“

Ásdís og Þórður kynntust í Búlgaríu þar sem þau hafa bæði verið búsett. Ástin kviknaði á milli þeirra síðastliðið sumar. Eins og alþjóð veit var Ásdís í forsetaframboði. Þar vakti hún gríðarlega athygli og ræddi opinskátt við Vísi að hún hafi verið afar stressuð til að byrja með.

Þórður Daníel og Ásdís Rán byrjuðu saman í fyrra og búa bæði í Búlgaríu.Facebook

Þórður er fyrrum útvarpsmaður útvarpstöðvarinnar FM957. Hann rekur í dag fyrirtækið Icestore sem selur níkótínpúða og rafsígarettur í borg­inni Plovdiv í Búlgaríu þar sem hann hefur búið síðastliðin sex ár líkt og Ásdís Rán.

Ásdís hefur búið í Búlgaríu undanfarin ár svo athygli hefur vakið. Hún hefur þar staðið fyrir ýmsum viðburðum og hitt margar stórstjörnur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×