Snæfríður tryggði sér með þessu sæti í undanúrslitasundinu seinna í kvöld. Hún er fyrsti íslenski sundmaðurinn sem nær sæti í undanúrslitum á þessu móti.
Snæfríður vann sinn riðil með því að koma í mark á 1:58.73 mín. Aðeins þrjár sundkonur syntu hraðar en hraðast fór Slóveninn Janja Segel á 1:57.81 mín. Panna Ugrai frá Ungverjalandi og Barbora Seemanova frá Tékklandi voru einnig á undan Snæfríði.
Íslandsmet okkar konu er 1:57,98 mín. og Ólympíulágmarkið er 1:57,26 mín.
Snæfríður Sól fær annað tækifæri til að ná lágmarkinu í kvöld sem og að komast í úrslitasundið sem fer fram á morgun. Það ættu að vera góðar líkur á sæti í úrslitasundinu en þetta er síðasta tækifærið fyrir Snæfríði að ná Ólympíulágmarki fyrir leikana í París sem fara fram seinna í sumar.