Sport

Snæ­fríður sló Ís­lands­met á leið sinni í úr­slit Evrópumeistaramótsins

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Snæfríður Sól átti þriðja besta tímann af sextán keppendum í undanúrslitum.
Snæfríður Sól átti þriðja besta tímann af sextán keppendum í undanúrslitum. Sundsamband Íslands

Snæfríður Sól Jórunnardóttir sló eigið Íslandsmet í 200m skriðsundi þegar hún tryggði sig áfram í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Belgrad. 

Synt var í 50m laug og Snæfríður tók 200 metrana á 1:57,87. 

Sló hún þannig eigið met um ellefu sekúndubrot, gamla metið var 1:57,98. 

Hún nálgast óðfluga Ólympíulágmarkið sem er 1:57,26. 

Snæfríður átti þriðja besta tímann af sextán keppendum í undanúrslitum. 

Hún verður því ein af átta keppendum í úrslitunum á morgun sem hefjast klukkan 17:38. 

Keppendalista og frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu evrópska sundsambandsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×