Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 13:20 Bubbi Morthens er rokkjeppann í höndunum. Næsta skref er að flauta til fyrstu æfingarinnar, ný rokksveit með honum og Bjössa í Mínus er í burðarliðnum. Arnar Þór Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. „Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“ Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
„Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“
Tónlist Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira