Pálmi stýrir KR að öllum líkindum út tímabilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2024 13:12 Gregg Ryder og Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR í sumar. Vísir/Anton Brink „Þetta var í rauninni ákvörðun stjórnar knattspyrnudeildar KR í gær, að segja honum upp,“ segir Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Vísi. KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“ Besta deild karla KR Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
KR ákvað í gær að segja upp Gregg Ryder sem þjálfara liðsins. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið er nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig. Liðið hefur unnið þrjá leiki á tímabilinu og komu fyrstu tveir sigrarnir í fyrstu tveimur umferðunum. „Gengi liðsins er vonbrigði, árangurinn er undir pari að við teljum og það hefur verið trendið undanfarið að það er fátt jákvætt hægt að taka út úr einstaka leikjum. Og það var ekkert sem benti til þess, að okkar mati, að þetta væri að fara snúast við. Við töldum því þetta eina möguleikann til að hægt væri að snúa þessu við. Því miður er það yfirleitt þjálfarinn sem fær að taka pokann sinn, ekki heilt lið.“ Óskar hefur ekki áhuga á starfinu að svo stöddu Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu í næsta leik, gegn Víkingum á laugardaginn. „Liðið er í góðum höndum hjá Pálma og við erum með mikinn mannauð innan félagsins af þjálfurum sem verða mönnum innan handar. Pálmi stýrir liðinu á laugardaginn og að öllum líkindum út tímabilið,“ segir Páll en félagið hefur ekki opnað neinar viðræður við annan þjálfara. Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn til KR sem ráðgjafi. Hann mun ekki taka við þjálfum meistaraflokks að svo stöddu. „Það var alveg skýrt frá byrjun að Óskar væri ekki að fara taka að sér starf þjálfara meistaraflokks KR. Honum var því ekki boðið starfið í ljósi þess að hann hefur ekki áhuga á starfinu sem slíku. Auðvitað er Óskar frábær þjálfari og margir KR-ingar sem vilja sjá hann í þessu starfi en hann hefur alveg verið skýr í sinni afstöðu að hann muni ekki þjálfa meistaraflokk eins og sakir standa.“
Besta deild karla KR Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Tryggvi lét mest til sín taka Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira