Sport

„Usyk veit að hann sigraði mig ekki“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tyson Fury og Oleksandr Usyk munu mætast að nýju.
Tyson Fury og Oleksandr Usyk munu mætast að nýju. Mohammed Saad/Getty Images

Tyson Fury hefur tjáð sig um tap sitt fyrir Oleksandr Usyk en þeir mættust nýverið í sögulegum þungavigtarbardaga í hnefaleikum.

Hinn 37 ára gamli Usyk varð fyrstur til að leggja Fury að velli þegar þeir mættust í maí síðastliðnum. Sigur Usyk var tæpur en dómarar bardagans voru ekki allir sammála um hvor kappanna hefði staðið uppi sem sigurvegari.

Bardaginn fór fram í Sádi-Arabíu og var upp á öll fimm beltin í þungavigtinni. Búið er að bóka annan bardaga þeirra á milli og er Fury þegar byrjaður að tjá sig í aðdraganda hans.

„Usyk veit að hann sigraði mig ekki. Vandamálið mitt er að ég skemmti mér líklega of vel, þetta var of auðvelt. Það var eins og ég væri í hringnum með áhugamanni í hnefaleikum.“

„Ég naut mín of vel, var að fíflast og borgaði á endanum fyrir það.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×