Sport

Enn­þá allt of mikið af E. coli í vatninu sem Guð­laug Edda keppir í á ÓL í París

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir skrifa nýjan kafla í íslenska Ólympíusögu en fólk hefur miklar áhyggjur af keppnisaðstæðum í París.
Guðlaug Edda Hannesdóttir skrifa nýjan kafla í íslenska Ólympíusögu en fólk hefur miklar áhyggjur af keppnisaðstæðum í París. @isiiceland

Ísland á í fyrsta sinn keppenda í þríþrautarkeppni Ólympíuleikanna því Guðlaug Edda Hannesdóttir varð annar Íslendingurinn til að vinna sér þátttökurétt á leikunum í París.

Þríþrautarkeppnin á að fara að hluta til fram í ánni Signu sem rennur í gegnum Parísarborg.

Það hefur verið bannað að synda í Signu í hundrað ár vegna mengunar en Parísarbúar hafa sett mikinn pening síðustu ár í að hreinsa ánna.

Það gengur þó ekki nógu vel ef marka má nýjustu fréttir. Nýjar mælingar á vatninu í Signu koma ekki vel út og sýna augljóslega að vatnið er enn mjög heilsuspillandi.

Á sunnudaginn fannst nefnilega allt of mikið af af E. coli bakteríu í vatninu auk alls konar annars óþrifnaðar. Það er ljóst að ef keppendur eiga að synda í vatninu þá eru þau í hættu á allskonar bakteríu- og veirusýkingum.

Franska AFP fréttastofan segir að of mikið af E. coli bakteríu hafi verið á fjórum mismunandi stöðum. Allar mælingar gefa merki um að hreinsun árinnar sé ekki að gangi nógu vel þannig að hægt sé að synda í henni á leikunum.

Þríþrautarkeppni snýst um sund, hjólreiðar og hlaup. Byrjað er að synda einn og hálfan kílómetra í opnu vatni, þá eru hjólaðir 40 kílómetrar og loks hlaupnir 10 kílómetrar.

Þetta verða sjöundu Ólympíuleikarnir í röð þar sem keppt er í þríþraut en fyrst var keppt á þessari grein á leikunum í Sydney 2000.

Þetta verða sögulegir Ólympíuleikar fyrir þá staðreynd að setningarhátíðin mun fara fram á ánni Signu sem rennur í gegnum París framhjá Notre Dame-dómkirkjunni, Louvre-safninu og Eiffelturninum.


Tengdar fréttir

„Litla Edda öskrar inn í mér“

Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar.

„Þurfti ekki að vera neitt meira en ég sjálf“

Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð á dögunum annar Íslendingurinn til að tryggja sæti sitt á Ólympíuleikunum í París í ágúst næst komandi. Það hefur gengið á ýmsu hjá henni síðustu misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×