Lífið

Gulli Helga og Ágústa selja í Breið­holtinu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Gulli og Ágústa hafa komið sér afar vel fyrir í Bökkunum í Breiðholti. Heimilið er afar hlýlegt og smekklega innréttað. 
Gulli og Ágústa hafa komið sér afar vel fyrir í Bökkunum í Breiðholti. Heimilið er afar hlýlegt og smekklega innréttað. 

Hjónin Gunnlaugur Helgason, Gulli Helga, fjölmiðlamaður og frumkvöðull og Ágústa Valsdóttir móttökuritari hafa sett fallegt raðhús við Núpabakka í Breiðholti á sölu. Ásett verð er 119,9 milljónir.

Um er að ræða 211 fermetra hús sem var byggt árið 1973. Húsið er vel skipulagt og endurnýjað á glæsilegan máta líkt og við var að búast af Gulla. 

Eignin skiptist í stórt og opið alrými, sem samanstendur af eldhúsi, stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús. 

Í eldhúsi má sjá fallega viðarinnréttingu með hvítum granítborðplötum og volduga eyju sem skilur eldhúsið frá stofu og borðstofu. 

Heimili hjónanna er virkilega smekklega innréttað og hafa þau bersýnilega auga fyrir fallegri hönnun. Má þar nefna lampana frá danska hönnuðinum Louis Poulsen, í eldhúsi og borðstofu og fjölda listaverka eftir íslenska listamenn.

Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×