Lífið

Ó­happ á kamri: „Var bara heppin að hafa ekki fengið þetta í and­litið“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rósmarý lét óhappið ekki stöðva sig í að njóta kvöldsins.
Rósmarý lét óhappið ekki stöðva sig í að njóta kvöldsins.

Rósmarý Kristín Sigurðardóttir er enn blá á fætinum eftir að hreinsunarvökvi úr kamri sprautaðist yfir fótlegg hennar í afmæli síðustu helgi. Hún prísar sig sæla að hafa ekki fengið efnið í andlitið en Rósmarý fangaði augnablikið óvænta á myndband.

„Ég er fegin að hafa verið akkúrat í þessu partýi en ekki Þjóðhátíð eða eitthvað,“ segir Rósmarý létt í bragði um atvikið í samtali við Vísi, enda lét hún atvikið ekki eyðileggja fyrir sér kvöldið. Hún var stödd í tvöföldu stórafmæli frænda síns og eiginkonu hans þar sem var útiklósett þar sem var eitthvað sem líktist gírstöng við hlið klósettsins.

@rosmarykristin

Þetta var æði 😘🤌🏼

♬ original sound - RosmaryK

Setan sem betur fer lokuð

Rósmarý útskýrir að henni hafi fundist það fyndið að það væri eitthvað eins og gírstöng á kamrinum og því farið að taka upp myndband. „Mér fannst þetta svo fyndið og fannst eins og ég væri ekkert að sturta niður, þannig ég ætlaði að taka geðveikt fast í þetta og þá sprautaðist þetta út um allt,“ segir Rósmarý.

„Ég var bara heppin að hafa ekki fengið þetta í andlitið en setan var sem betur fer lokuð,“ segir Rósmarý sem áttar sig ekki fyllilega á því hvernig það gerðist að hreinsefnið sprautaðist upp úr klósettinu.

Hún hafði þó góðan húmor fyrir öllu saman og lét óhappið ekki stöðva sig í að njóta kvöldsins. „Ég er ennþá smá blá á fætinum þrátt fyrir að hafa farið í sturtu, þetta virðist vera alveg fast á mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.