Innherji

JPMorgan Chase af­nemur há­mark á bónusa í Bret­landi

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bretar námu úr gildi lög um þak á kaupaukagreiðslur í fjármálafyrirtækjum í október í því skyni að efla samkeppnishæfni London sem fjármálamiðstöð og liðka fyrir að fyrirtækin geti laðað að hæft starfsfólk.
Bretar námu úr gildi lög um þak á kaupaukagreiðslur í fjármálafyrirtækjum í október í því skyni að efla samkeppnishæfni London sem fjármálamiðstöð og liðka fyrir að fyrirtækin geti laðað að hæft starfsfólk. Mynd/Getty

Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×