Lífið

Gústi B fann ástina hjá Haf­dísi Sól

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Gústi B og Hafdís Sól fundu ástina hjá hvort öðru.
Gústi B og Hafdís Sól fundu ástina hjá hvort öðru. Instagram @gustib

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. 

Samkvæmt heimildum Lífsins kynntist parið í gegnum Patrik og Friðþóru. 

Undanfarið hefur sést til þeirra á tvöföldum stefnumótum hér og þar um bæinn og virðast Gústi og Hafdís ástfangin upp fyrir haus. Vinapörin voru sömuleiðis að koma heim frá Danmörku þar sem Patrik var með tónleika en Gústi B og Patrik vinna mikið saman í tónlistinni. 

Gústi B og Patrik eru sannarlega samstíga í lífinu. Ásamt því að vera bestu vinir sem eiga kærustur sem eru bestu vinkonur tóku þeir tvenn verðlaun heim á dögunum á Verðlaunahátíð barnanna. Gústi B var valinn Sjónvarpsmaður ársins og Patrik vann lag ársins fyrir Skína. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.